28.9.2010 | 00:25
Fulltrúi skilanefndarinnar og Oddný hittu Guðríði flokkseiganda.
Á fámennum fundi flokkseigenda hitti Guðríður fyrir fulltrúa skilanefndarinnar og fulltrúa Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni sem lagt hefur fram tillögu um að ráðherrarnir fjórir skuli sendir til fundar við Landsdóm.
Í sjónvarsfréttum kom í ljós að Guðríður þekkti ekkert til efnis Rannsóknarskýrslu Alþingis og hélt því fram að hún hefði fjallað eitthvað um vanrækslu ISG á Lögum um Ráðherraábyrgð. Margir fleiri Samfylkingarmenn hafa haldið þessu á lofti en þetta er einfaldlega rangt. Rannsóknarnefndin fjllaði aðeins um vanhæfi ISG skv. lögum um Rannsóknarnefndina enda var nefndinni fyrst og fremst ætlað að leiða hið sanna í ljós en vekja athygli saksóknara á hugsanlegum lögbrotum sem kynnu að hafa verið framin í aðdraganda hrunsins. Hún átti einmitt að forðast að fá menn til að játa glæpi sína fyrir henni. Þess vegna yfirheyrði hún aðallega vitni en ekki hina stóru gerendur.
Guðríður og Kópavogsvinirnir eignuðust hlutdeild í flokksfélaginu fyrir tilstilli ISG og því er ekki að vænta að flokkseigendurnir í Kópavogi vilji að hún verði dregin fyrir Landsdóm.
Skiptar skoðanir um ákærur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrirgefðu, en heldur þú að Oddný, sem var í kosningabandalagi við Björgvin G. Sigurðsson í síðustu kosningum enda í sama kjördæmi, sé eitthvað hæfari til þess að dæma í þessu máli en Guðríður? Guðríður er alls enginn flokkseigandi, en Oddný hins vegar komst á þing fyrir tilstilli Björgvins og skuldar honum því greiða.
Anna (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 01:04
Nauðsynlegt að fara rétt með. Guðríður sagði bara alls ekki:
Hún sagði að skv. rannsóknarskýrslunni hefði Ingibjörg hvorki brotið af sér sem opinber starfsmaður né sýnt af sér alvarlega vanrækslu. Held að ég hafi bara ekki lesið meira bull eins og þú skrifar hér að ofan. Hvernig brýtur maður lög um ráðherra ábyrgð! Ráðherra ábyrgð eru lög til að dæma fólk fyrir bort í starfi. Þannig að ráðherra brjóta einhver önnur lög en eru ákærðir skv. ráðherraábyrgð
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.9.2010 kl. 01:59
Fyrirgefðu Magnús en gætirðu útskýrt betur hvað þú ert að fara ?
Einar Guðjónsson, 28.9.2010 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.