19.9.2010 | 18:21
Upphafið að endalokunum.
Ríkisvaldið getur ekki lengur bailað út ábyrgðarlausa meirihlutadólga í sveitarfélögum um allt Ísland. Í Skuldanesbæ hafa þeir gengið sýnu harðast fram í að skafa eignir skattborgaranna innan frá. Lang best er fyrir íbúana þarna að sveitarfélagið fari á hausinn. Láta kröfuhafana um að hirða Álvers stálgrindina, Keili, grjótin hans Árna og bullið allt. Sveitarfélögin eru deyjandi form. Skólasamlög geta séð um skólana, Tryggingasamlag borgaranna um félagsþjónustuna og Vegagerðin um vegina og Skipulag ríkisins um Skipulagið. Þar með losnar um heilt spillingarlag og Bæjarstjórn og Borgarstjóri hverfa á vit sögunnar. Svo mætti kjósa um hundahald og lausagöngu katta og önnur mál rafrænt. Áhaldahúsið gæti séð um það hér eftir sem hingað til.
Vissu af niðurskurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt. Við erum jú bara 300.000 manns og við eigum að nýta okkur tækifærin sem það býður upp á. Af hverju ekki að reka landið sem eina stóra heild?
Það er svo margt sem við ættum að gera öðruvísi. Umbylta skattkerfinu og taka upp Fair Tax. Banna bensínvélar og greiða niður kaup á rafmagnsbílum. Reka einn ríkisbanka. Sameina alla háskólana og hafa EINN virkilega góðan háskóla sem yrði jafnvel eftirsóttur erlendis, fremur en nokkra meðalgóða. Uppfæra tollalögin, þar sem tollaflokkar byggja á úreltum gildum. Drífa upp gagnaver og hætta að klúðra þeim málum.
Við höfum gríðarlega mikla tækniþekkingu hérna. Yfirvöld VERÐA að fara að nýta sér það, í stað þess að byggja allar ákvarðanir á íhaldssömum hugsunarhætti. Við eigum að vera leiðandi þjóð í mótun framtíðarsamfélags. Eitthvað sem aðrar þjóðir geta litið til. Það er ekki nóg að sinna nýsköpun innan fyrirtækja. Það þarf að innleiða þann hugsunarhátt í ríkistjórnina líka.
Jón (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.