2.9.2010 | 21:52
Skatta bara til ólífis.
Skatta bara íbúana til ólífis er það ekki venjan ? Láta ekki útsvarið duga, hækka gjaldið í sund, rukka sérstaklega fyrir allt eins og t.d. sveitarstjóradólgar hafa gert víða. Því miður eru lög um tekjustofna sveitarfélaga þannig að þeir sem kosnir eru til að vera á beit í bæjarsjóðum vítt og breytt um landið mega skuldsetja sveitarfélagið eins og þeim sýnist og skatta íbúana nánast eins og þeim sýnist. Því miður eru lögin gjarnan sett af sveitarstjórnardólgum sem náð hafa að gabba sig inn á þing eftir að þeir hafa náð góðum árángri við að skuldsetja sveitarfélagið þar sem þeir hafa setið í hreppsnefnd eða jafnvel verið hreppstjórar yfir einu áhaldahúsi með tvær milljónir eða meira í kaup á mánuði. Alþingismenn ( þeir sem ekki koma þangað inn beint úr hreppsnefnd ) verða að stöðva þetta bullstig sem sveitarfélögin eru með því að setja lög sem koma borgurunum í skjól undan sveitarstjóradólgum vítt og breytt um landið. Fljótsdælingar þurfa að komast í skjól, íbúar Skuldaness þurfa að komast í skjól, íbúar á veitusvæði OR þurfa að komast í skjól. Íbúar á Íslandi þurfa að komast í skjól undan sveitarstjóradólgunum. Það verður best gert með því að leggja sveitarstjórastigið niður í landinu enda algjör tímaskekkkja.
Skuldastaða Árborgar erfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Starfsmenn Sveitarfélagsins Árborgar hafa tekið vel á innviðunum, tekið á sig skerðingar, séð á eftir vinnufélögum og fengið á sig aukið álag í staðin. Nú er komið að því að íbúarnir leggi sitt að mörkum og sætti sig við að skorin verði af þjónustu sem ekki er lögbundin á sveitarstjórnarstiginu.
Dæmi sem mega bíða eða hætta við: Ný íþróttamannvirki, Pakkhúsið, Fuglafriðlandið, kaup á Björgunarmiðstöðinni, niðurgreiddur strætó, frítt í sund, menningarþátttaka og -styrkir, búgarðabyggðir, reiðstígar og dreifbílisgöngustígar og svo má lengi telja.
Þá er kominn tími til að loka þessum 50 nemenda skóla á Eyrarbakka og keyra eldri krakkana á Selfoss svo þau fái sómasamlega menntun og valgreinar.
Einnig vantar fjármálastjóra og vissara að hann verði með bein í nefinu til að stoppa uppí óráðsíugatið sem enn trosnar og stækkar.
50 milljón króna viðsnúningur í 600 milljón króna gati er enginn ávinningur. Nú er kominn tími á að Sjálfstæðismenn Árborg sýni hvað þeir ætli að gera. Ekki bíða! Það er nóg að Jóhanna geri það.
Sá sem tekur að sér tiltekt í Árborg uppsker hatur í fyrstu en lof að lokum.
Þokka-leg (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:13
Afhverju eru sveitarstjóradólgarnir að eyða í eitthvað sem þeir eiga ekki að vera að gera ? Og senda svo bara reikninginn á skattborgarann ? Það á auðvitað að vera refsivert að eyða bæjarsjóðnum í eitthvað sem engin heimild er til. Fyrr stoppa þeir ekki.
Einar Guðjónsson, 2.9.2010 kl. 22:21
"Afhverju eru sveitarstjóradólgarnir að eyða í eitthvað sem þeir eiga ekki að vera að gera ? " - Já - eins og til dæmis þessa fótboltastúku sem á að kosta 85 mill. (og allt tekið að láni!!) og þegar farið verður fram úr áætlunum (eins og er lögmál á þessu skítalandi!!) þá veit enginn hvað þessi ósköp munu kosta. Það er skorið niður í skólunum lögbundin kennsla og stuðningur fyrir börnin en það er hægt að byggja íþróttamannvirki eins og ekkert sé og enginn segir neitt!
Sísí (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.