Ömurlegt lið.

Ömurlegt til þess að vita að nokkrir borgarfulltrúar ásamt hinum '' fínu'' klíkuráðnu stjórnendum skuli geta stefnt öllum eigendum fyrirtækisins í þessar skuldir og nú sitja þeir uppi með dýrasta orkureikning í Evrópu bæði de facto og miðað við kaupmátt. Þetta á auðvitað ekki að leyfast og þetta fyrirtæki verður að komast aftur í hendur eigenda sinna , sem eru notendur  orkunnar. Þetta var hugsað sem samlagsfélag borgaranna til að tryggja ódýra orku og hita. Það er engu logið þegar sagt er að borgarfulltrúarnir í Reykjavík undanfarin tíu ár bera ábyrgð á þessu sukki og þessu rekstarbulli sem þarna hefur verið í gangi. Er ekki miklu betra að fyrirtækið fari bara í nauðasamninga sem jafnframt mundu tryggja að fyrirtækið færi aldrei í virkjanir og virkjanarekstur  sem stjórnendur hefðu ekki hundsvit á ?
mbl.is 28,5% hækkun á gjaldskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Við getum þakkað Samfylkingunni ( R listanum) fyrir þetta. Og munið það að Dagur B og Össur vildu færa Jóni Ásgeiri og Hannesi Smárasyni ( FL group) 20 milljarða frá OR í útrás með REI ruglinu.

Ingvar, 27.8.2010 kl. 19:57

2 identicon

Ingvar bullar bara.

Við krefjumst að OR spari meira og skeri rekstrarkostnað miklu meira niður. Tek undir með þeim sem benda á niðurskurð í skólum og heilbrigðisþjónustu. OR getur tekið sinn kostnað niður um 50% miðað við sukkið á öllum vígstöðvum. KREFUMST NIÐURSKURÐAR OG SPARNAÐAR:

Einar Örn (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 20:18

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Allir borgarfulltrúar á árunum 1998 til 2010 bera ábyrgð á þessu. Til viðbótar þeir sem ráku OR einkum stjórnandinn Guðmundur Þóroddsson sem ráðinn var forstjóri af því pabbi hans hafði stýrt Vatnsveitunni. Nú var sama aðferð notuð en Haraldur Flosi varð stjórnarformaður af því pabbi hans er rafmagnsverkfræðingur og hafði stýrt rafveitunni á Siglufirði ?

Einar Guðjónsson, 27.8.2010 kl. 20:32

4 identicon

Fáum spítala fólkið til að skera niður hjá þessu fyrirtæki okkar. Við krefjumst algjörrar uppstokkunar á öllu hjá OR. Niðurskurð og sparnað á öllum sviðum. Það má örugglega segja hundruðum manna sem gera ekkert hjá þessu fyrirtæki og selja s.s. hundrað bíla því hver maður virðist hafa sinn bíl ef marka má fjöldann á götum borgarinnar. Það er vissulega ekki gott að fólk missi vinnuna en að senda reikning gjaldþrota fyrirtækis á almenning er ekki framkvæmanlegt. Nóg þarf að axla þar nú þegar og því er ekki annað að gera en að s.k. stjórn drullist til að vinna vinnuna sína.

Pálmi Björnsson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 21:25

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Örugglega ýmislegt til í þessu hjá þér Pálmi en stóri vandinn er kostnaður við virkjanir sem starfsmenn og stjórnendur höfðu ekki hugmynd um hvernig átti að reisa og kostuðu formúu. Engir kaupendur eru að þessari orku nema fyrir brotabrot af framleiðsluverði ( stóriðja ) og svo sitja túrbínur í pökkunum en borgaðar og enginn veit hvað á að gera við þær. Held að sniðugasta leiðin sé að fara í nauðasamninga og viðurkenna að borgarfulltrúar og stjórnendur voru og eru óhæfir. Það þýðir líka að OR fær aldrei aftur lánað til virkjanaframkvæmda fyrir stóriðju sem er hið besta mál. Með því einskorðast reksturinn við orkuframleiðslu handa heimilum og smá fyrirtækjum á íbúasvæðinu.

Einar Guðjónsson, 27.8.2010 kl. 21:35

6 identicon

Lækkun launa og niðurskurður eða sparnaður á öllum sviðum. Fjármálastýran getur skilað nýja bílnum og hjólað í vinnuna eða tekið strætó. Miðað við rekstrarstöðuna má segja upp öllum stjórnendum fyrirtækisins. Stjórn getur ekki velt þriðjungs hækkun yfir á heimilin. Þið verðið bara að taka niðurskurðarhnífinn upp og það strax.

Rannveig (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband