26.8.2010 | 19:44
Brandarakall.
Árni Páll er titlaður félagsmálaráðherra í fasistastjórninni. Eitt af hans fyrstu verkum var að tryggja Yngva Erni framfærslu með ráðgjafatékkum úr Ríkissjóði. Verkefni númer tvö var að koma á fót Bótalöggu sem átti sérstaklega að sjá um að hafa rétt af atvinnulausum og þeim er minna mega sín.
Nú vill hann sjá Yngva Örn sem beitarkind í Íbúðarlánasjóði. Stjórnin hefur hinsvegar þráast við og telur sennilega að maður sem ekki kunni að reka banka nema á hausinn geti varla aukið á trúverðugleika Íbúðarlánasjóðs. Jafnvel þó hann kunni á exeltöflureikni. Bregður hann nú á það ráð að skipa '' réttlætisnefnd'' til að ráða Yngva Örn enda er það í samræmi við auglýsinguna en hún var sérsniðin til að hægt væri Yngva Örn.
Skipun nefndarinnar bendir til þess að sami brandari eigi að ráða þarna og þegar ráðin var þiggjandi að Seðlabankatékkanum. Sýnir þetta að gamla fúla spillta Ísland er óðum að ná vopnum sínum þó að það noti nú Capacent og svo viðskiptaráðherra sína vini sem kalla sig Intelecta ( til að undirstrika að ekkert sé í heilabúi þeirra ? ) til að gefa kunningjaráðningunum faglegt yfirbragð.
Valnefnd um Íbúðalánasjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr
Birgitta Thorleifsdottir (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 19:56
Þetta er enn ein birtingarmynd spillingarinnar og einkavinavæðingarinnar sem sjálfstæðisflokkurinn var hvað frægastur fyrir með Björn Bjarnason fyrrverandi spillingarráðherra og Árna dýralækni Mathiesen í fararbroddi. Samfylkingin ætlar greinilega að halda spillingarfánanum sem hæst á lofti.
corvus corax, 27.8.2010 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.