24.8.2010 | 23:40
Víst hækkað s.l. tvö ár hjá OR
Rafmagnið hefur einmitt hækkað í Reykjavík á s.l. tveimur árum um 30 %. Landsvirkjun hefur opinberað verð til stóriðju en ekki OR. Sóley nefnir að að vísu ábyrgð sína á orkuveitusukkinu og segir '' við'' og vísar til stjórnmálaklíkunnar sem keyrt hefur Reykjavíkurborg á hausinn. Sóley nefnir réttilega að taka verði pólitískar ákvarðanir um OR en hún nefnir ekki hvernig taka verði pólitískar ákvarðanir um framtíð Reykjavíkurhrepps en auðvitað verður að leggja niður sveitarfélögin enda algjör óþarfi í smáríki að reka sveitarfélög.
Það er heiðarlegt af henni að játa að Reykjavíkurhreppur hefur bara '' eytt'' og svo skattað upp í rjáfur þegar kassinn er tómur. Þannig hafa borgarfulltrúar í Reykjavík ekki lengi lengi haft nokkurt vit á rekstri. Milljónaframlög til Tónlistarhúss Stefáns Hermannssonar, milljóna framlög til sjóminjasafns Sigrúnar Magnúsdóttur, milljónaframlög og sveitarstuðningur við álver og ferðalög borgarfulltrúa er ekki verkefni íbúa í Reykjavíkurhreppi. Það sem þeir þurfa að sameinast um er að ná OR, skólum og félagsþjónustu ásamt sorphirðu úr höndunum á borgarfulltrúum og sjá til þess að þessar stofnanir verði reknar fyrir borgarana en ekki gegn þeim. Allt annað á að hverfa af útgjaldahlið skattborgara í Reykjavík.
Gjaldskrárhækkun ekki lokasvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.