Ekkert eftir nema gjaldþrot eða nauðasamningar.

Skagafjarðarsveit hélt að hreppurinn hefði 50 þúsund íbúa og varð undir forystu Gunnarsbraga skuldugusti hreppur norðan alpafjalla. Nú hefur nýr húsvörður verið ráðinn með enga þekkingu á rekstri né hvað er debet eða kredit. Laun þessa nýa húsvarðar eru örugglega um fjörtíu milljónir á ári en íbúarnir  eru aðeins rúmlega fjögurþúsund. Er þetta boðlegt ?
mbl.is Ásta Björg ráðin sveitarstjóri í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki þekki ég Ástu Björg en í fréttinni kemur fram að hún hafi verið útibússtjóri Landbankans. Það mætti því ætla að hún hafi þokkalega þekkingu á debet og kredit, auk þess hlýtur þekking hennar á rekstri að vera einhver.

Gunnar Heiðarsson, 24.8.2010 kl. 11:50

2 identicon

Einar; ég ætla að leiðrétta þig aðeins, íbúar sveitarfélagsins Skagafjörður eru rúmlega 4000 minnir mig, en þú ert örugglega ruglast eitthvað í sambandi við Krókinn sjálfan því að þar búa um 2700 manns.

Kv Jón Brynjar.

Jón Brynjar Sigmundsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 12:54

3 identicon

Áður en menn sem titla sig framkvæmdastjóra eigin fyritækis taka stórt upp í sig um debet og kredit kunnáttu Ástu Bjargar Pálmadóttur ættu þeir að kynna sér málið betur. Ásta hefur víðtæka og góða reynslu af rekstri og bókhaldi fyrirtækja sem og hin síðari ár í bankastarfsemi. Óska henni alls hins besta í nýju starfi.

Ásgeir Önundarson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 13:19

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Biðst velvirðingar á rangri íbúatölu Jón. Það liggur fyrir að gjaldþrot Landsbankans er eitt hið stærsta í veraldarsögunni og það hlýtur að skrifast á yfirmenn bankans þar með talið útibústjórana. Það sannar að þeir hafa ekkert vit haft á rekstri. Það þýðir þá að þeir hafa ekkert vit haft á debet og kredit í raunheimum.

Ásta er eflaust hin ágætasta kona, ekki skal ég gera lítið úr því en hún hefur gjaldþrotaslóða á bakinu. Skil annars ekki afhverju þarna þarf sveitarstjóra ?  ganga verkefnin ekki af sjálfu sér ? og greiðslurnar koma frá ríkinu og sparisjóðurinn sendir út greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldunum ? þarf nokkuð nema bæjargjaldkera ? Síðast en ekki síst þá á ekki að hleypa sveitarstjórnarmönnum í peninga og það verður best gert með því að leggja þennan óþarfa millilið  niður.

Einar Guðjónsson, 24.8.2010 kl. 13:50

5 identicon

Gunnar, ertu alveg viss um að fyrrverandi há staða innan bankakerfisins Íslenska gefi það ótvírætt til kynna að viðkomandi þekki mun á debet og kredit ?

Hefði haldið að það væri einmitt öfugt miðað við ástand fjármálakerfisins á okkar ágæta landi...

runar (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband