11.8.2010 | 20:37
Þurfa hjálp
Það er greinilegt að meðlimir velferðarráðs þurfa hjálp frá vinabæjum Reykjavíkur til að átta sig á hlutverki sínu. Grundvöllur sveitarfélaga er framfærsluskylda og nú síðast rekstur skóla. Samt fer ekki nema brotabrot af skatttekjunum í þessa málaflokka. Þeir eru þó grundvöllur skattheimtunnar. Í fréttinni kemur fram að Björk benti á að hlutverk Reykjavíkurborgar væri að veita heimilislausu fólki húsnæði. Það er greinilega staðfest að Velferðarráð veit ekkert hverjar skyldur þess eru. Þá hefur Björk þessi sagt í viðtölum að Reykjavíkurborg komi ekki við þó fólk lendi í vandræðum með framfærslu þegar Velferðarráð og velferðarsvið eru í sumarfríi.
Þá telur hún enga þörf á að rannsaka fjárhagsstöðu og fjölda heimilislausra nú því það hafi verið '' gert í fyrra '' ??
Það er auðvitað ansi aumt að Reykjavíkurborg búi við enn eitt Vanhæfisráðið og ætti raunar Félagsmálaráðuneytið að setja eftirlitsmann með starfsemi Velferðarráðs og sjái til þess að það fari að lögum og sinni skyldum sínum skv. lögum um sveitarfélög.
Úttekt á smáhýsum fyrir heimilislausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er eitthvað í lögum sem segir að sveitafélög þurfi að hafa þak á þjónustu sinni?
Geiri (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.