5.8.2010 | 19:48
Hver var svona vitlaus ?
Jóhanna skipaði Svein en áttar sig nú á að fjölskylda hans á sennilega of stóran hlut í Samfylkingunni. Það veldur tortryggni. Þá neitar hún að rita undir skipunarbréfið vegna fjölskyldutengsla hans við Unni Kristjánsdóttur fulltrúa Magma í nefnd um erlendar fjárfestingar en að vísu skipuð af Samfylkingunni.
Sveinn ætlar hinsvegar í frekjukasti samt að verða formaður nefndar sem meta á lögmæti ákvarðana
eiginkonu móðurbróðurins. Þrátt fyrir að Jóhanna vilji ekki skipa hann ætlar HANN samt að verða formaður ? Hann heldur greinilega að hann sjálfur skipi nefndina ?
Held að öllum sem skilja anda stjórnsýslulaganna finnist hann vera vanhæfur og hann er vanhæfur. Ef hann fær ekki skipun þá ætlar hann samt að rannsaka málið sjálfur ? Held að þessi maður þjáist af alvarlegum ranghugmyndum um sjálfan sig og getu sína. Það á enginn eftir að taka mark á neinu sem hann lætur frá sér fara um ákvörðun Unnar þegar hún ákvað að fara í kringum lögin um erlendar fjárfestingar og leyfa Magna að fá lán frá OR til að kaupa hlutinn í HS-Orku.
Annars vekur fréttin spurningar um hvernig stjórnarráðið sé rekið ? skipa allir sig sjálfir í nefndir Jóhönnu ?
Vill ekki skipa Svein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held frekar að Jóhanna sé að losa sig við of samviskusaman mann úr nefndinni á forsendum sem myndu gera yfirmenn Ríkisendurskoðunar óhæfa við störf sín fyrir ráðuneyti Jóhönnu og Kristjáns Möller vegna enn nánari ættartengsla. Umræddur Sveinn er búinn að fara hamförum í gagnrýni á Byr. Það þykir kannski of gott track record í ráðuneytinu - gæti komist að rangri niðurstöðu.
TH (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 22:22
Rendi er ráðinn af Alþingi en er óhæfur. Lögin um ríkisfjármál og bókhald ríkisins eru sköpuð fyrir spillingarreiknishald. Tel að Ríkisendurskoðun sé óhæf til að endurskoða reikninga og útgjöld forsætisráðuneytis og Samgönguráðuneytis og ætti að setja einhverja stofu í það verk. Það bætir ekki bölið að benda á eitthvað annað verra. Sveinn er vanhæfur í þessa nefnd.
Hamfarirnar gegn Byr er barátta hans fyrir prívat hagsmunum vegna skuldsettra kaupa á stofnfjárhlut og að m.a. hafi lánveitandinn haft rangt við sem og söluaðilinn. Allt gott um það að segja en hún er ekki barátta um prinsippmál.
Einar Guðjónsson, 5.8.2010 kl. 22:53
....barátta hans fyrir prívat hagsmunum snýst á endanum um að uppræta spillingu og vei hverjum sem gerir slíkt. Uppræting á spillingu þarf einhvers staðar að eiga upptök sín og ef hún á upptök sín í því að við séum hvert og eitt að verja okkar hagsmuni gegn ofurvaldi þá gott og vel. Ef þú gagnrýnir að fólk vinni að eigin hagsmunum að hverra hagsmunur vinnur þú?
Valgerdur Baldursdottir (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 14:23
Valgerður , ég er ekkert að gagnrýna að Sveinn vinni að eigin hagsmunum og ég hef allt gott um það að segja.
Einar Guðjónsson, 6.8.2010 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.