Orkuokurfyrirtæki.

Það er ýmislegt skrítið við orkuokurfyrirtæki landsins. Upphaflega verða þau til sem n.k. neytendakaupfélög af íbúum á notkunarsvæðinu. Tilgangurinn var að tryggja íbúunum hita og rafmagn á sem ódýrustu verði. Íbúarnir lögðu gjarnan til lánsfé sem hreppurinn ábyrgðist. Þegar svo okur og ræningjaþjóðfélagsgerðin nær yfirhöndinni á Íslandi upp úr 1990 þá fara að myndast '' eigendahópar'' sem er þá klíkan sem ræður heimildinni til að skatta borgarana í hreppnum og vinir hennar sem ráðnir eru í hópum til að '' stýra'' orkuokurfyrirtækjunum. Í OR er þetta hvað skýrast en skipulögð eyðilegging hennar hefst í raun með valdatöku R-listaklíkunnar á borgarsjóðnum og OR. Draumurinn um heimsyfirráð verður til meðal borgarstjórans og gamla nágrannans sem skipaður var forstjóri. Síðan þá

hefur bílífi OR bara aukist. Milljarða höfuðstöðvar með helstu þægindum fyrir meðlimi nómenklatúrunnar, bílum undir prívatferðir stjórnenda, veislueldhúsi, líkamsræktarstöð og kampavínsveislum. Kostaðra utanlands og sumarfrísferða helstu stjórnenda. Fyrirtækið allt var og er andsetið óhæfum stjórnendum sem síðan keyrðu fyrirtækið í þrot m.a. með hinni umhverfisfjandsamlegu Hellisheiðarvirkjun og bílífi.

Í þessari frétt er talað um arðgreiðslur til '' eigenda'' sem væntanlegu eru þá þeir sem standa á beit í borgarsjóðum landsins og stjórnenda sem taka sinn '' arð'' í ofurlaunum og '' fríðindum''. Hinir eiginlegu eigendur sem eru íbúarnir fá ekki rönd við reist og hafa þurft að sætta sig við dýrustu orku í Evrópu og 33% hækkun á verði á síðustu tveimur árum. Þeir virðast ekki eiga neina bandamenn hvorki á þingi né í hinum löngu úreltu sveitarfélögum.


mbl.is Orkufyrirtæki greiða lítinn arð til eigenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki hægt annað en að vera sammála þessari greiningu þinni .

 kveðja  Valgarð

Valgarð Ingibergsson (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 896

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband