Fyrst Fljótsdalshérað svo Akureyri ?

Þessi er besti vinur forseta Bæjarráðs á Akureyri þannig að Akureyri hefur fengið  Bæjarstjóra sem er vinaráðinn. Eiríkur þessi skilur allt eftir í kaldakoli í Fljótsdalshéraði og nú er röðin komin að því að bæta í skuldirnar á Akureyri. Óska hinsvegar Fljótsdalshéraði til hamingju því nú geta þeir farið að taka til eftir Eirík þar.
mbl.is „Bæjarstjóri allra Akureyringa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FljótsdalsHÉRAÐ

Sirrý (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 13:06

2 identicon

Hann var bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, Fljótsdælingar höfðu ekkert með það að gera

Sirrý (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 13:07

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Takk Sirrý, ég er búinn að leiðrétta það.

Einar Guðjónsson, 9.7.2010 kl. 13:12

4 identicon

Nei! nú get ég ekki orða bundist. ....með ólíkindum svona drullu at eins það sem fram kemur í þessari færslu. Þú, Einar, virðist ekki einu sinni geta nefnt sveitarfélagið réttu nafni sem þú þó telur þig hafa það mikla þekkingu á rekstri þess að þú getir fullyrt svona. Þessi skrif þín lýsa ótrúlega barnalegum þankagangi því þú virðist ekki hafa hundsvit á því sem þú ert að tjá þig um. Ég held að þér væri nær að eyða þessari færslu stax, áður en þú verður þér meira til skammar.

Þráinn Lárusson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 14:04

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Skuldar ekki hreppurinn 18 milljarða ? hefur ekki skuldasöfnunin átt sér stað á '' valdatíma'' Eiríks ? í fréttinni segir að hann hafi verið bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði ?

Einar Guðjónsson, 9.7.2010 kl. 14:33

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hann var nú bara ráðinn embættismaður.. ætli verði ekki að skrifa þetta á pólitíkusana.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.7.2010 kl. 14:37

7 identicon

Ég hef ekkert út á þennan mann að setja enda áreiðanlega prýðispiltur og margt til lista lagt, en ég geri alvarlegar athugasemdir við þá ömurlegu leiksýningu sem L-listi fólksins setur hér á svið. Þremur dögum eftir kosningarnar heyrði ég innan úr herbúðum þessa "Lista Fólksins" að akkúrat þessi maður YRÐI ráðinn bæjarstjóri. Heppileg tilviljun að hann skuli síðan valinn úr fjölmennum hópi umsækjenda, og Oddviti flokksins segist ekki hafa komið nálægt þessu heldur sé þetta niðurstaða sérvalins fimm manna hóps "óháðs" fólks sem Gallup valdi. L-listi fólksins veldur mér sárum vonbrigðum og sýnir hér að hann er engu skárri en þeir sem hafa verið við völd undanfarin ár, hyglandi einkavinunum.

Jóhann V. Norðfjörð (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 15:20

8 identicon

Ég þekki mjög vel til L-listans og ég skil vel að svona þvæla fari í gang í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu.  En það var ekki sett upp nein leiksýning. Ef þetta hefði verið ákveðið fyrirfram þá hefði starfið aldrei verið auglýst. Svoleiðis er það bara. punktur.  Þannig að mér finnst þessi umræða öll bæði brosleg og sorgleg í senn.

Guðni Hannes Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 16:14

9 identicon

Þessi orðrómur um að Eiríkur yrði næst á Akureyri var komin fram nokkru FYRIR kosningar og sagt að það mundi ráðast af gegni L listans hvort af því yrði eður ei.  Listanum gekk vel og  auglýsing því aukaatriði og bara svona til að þjóna lögunum segja þeir sem til þekkja.

(IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 16:53

10 identicon

Það eru engin lög til um það að það verði að auglýsa eftir bæjarstjóra.

Guðni Hannes Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 18:05

11 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Það sótti maður að nafni Eiríkur Björn Björgvinsson um bæjarstjórastöðuna (framkvæmdastjórastöðuna) í Árborg, og býst ég við að það sé sami maður og ráðinn var á Akureyri. Ég get varla ímyndað mér sé þetta einn og sami maður, að hann hafi farið að sækja um stöðu bæjarstjóra annarstaðar ef hann hefur verið búinn að fá starfið á Akureyri fyrir kostningar, eins og sumir hér halda fram.

Hjörtur Herbertsson, 9.7.2010 kl. 19:06

12 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það var engin tilviljun að nafn Eiríks bar á góma í framhaldi kosninga, hann var að hætta fyrir austan og þetta er maður með reynslu svo þessi umræða var alls ekki neitt óeðlileg, ekki frekar en umræðan um Ólaf Örn Ólafsson eða Þórólf Árnason sem reyndar þagnaði um leið og kom í ljós að hann sótti ekki um stöðuna. Hins vegar má skilja á skrifum sumra hér á blogginu að það hefði verið sama hver hefði verið ráðinn, allt hefði það verið vafasamt, tortryggilegt eða hvað öll þessi hugtök heita sem gömlu flokkarnir eru að glíma við. Nú það stóð alltaf til að ráða bæjarstjóra ef það er að koma einhverjum á óvart.  Fyrir hina tortryggnu skal þetta upplýst hér http://l-listinn.is/news/radningarferli-baejarstjora/ þó ég viti fyrirfram að sannleikurinn skiptir suma engu máli þegar þeir eru að annað borð lagðir af stað í niðurrifsherferðina.

Víðir Benediktsson, 9.7.2010 kl. 21:00

13 Smámynd: Einar Guðjónsson

Víðir, þessi linkur sem þú bendir á upplýsir þetta allt. Fóru og töluðu við Capacent, Intellect ,Hagvang og fleiri '' ákváðu'' að  taka tilboði frá Capacent. Ekkert kemur fram af hverju þeir tóku tilboði frá Capacent og valið ekki byggt á lögum eða góðri stjórnsýslu. Var það '' ódýrast'' ? var það þeim hugnanlegt?.

Verð að segja að mér finnst þetta sorglegt fyrir Akureyringa að fara úr dólgastjórnmálum yfir í meiridólgastjórnmál. Þessir  dólgar virðast ekki gera sér neina grein fyrir að þeir eru að höndla með skattfé allra Akureyringa. Það getur ekki hafa verið um verðleikaráðningu að ræða því ferill mannsins og sú staðreynd að hann kann ekki að leggja saman hefði átt að skila sér í því að hann yrði ekki ráðinn. Reynsla Eiríks fellst í því að keyra Fljótsdalshérað í skuldir upp á 18 milljarða. held að Eiríkur sé miklu betri í starf leikfimikennara í Síðuskóla heldur en að duppa hann upp í starf bæjarfógeta. Allt er þetta þó undir Akureyringum komið og þeir mega láta skatta sig upp í rjáfur til að hafa svona fólk í vinnu. Óttast hinsvegar þegar Eiríkur fer að grenja út peninga úr sameiginlegum sjóðum allra íslendinga til að borga fyrir skuldasöfnunina á Akureyri. Miðað við sama árángur hjá honum og á Fljótsdalshéraði þá munu skuldir Akureyringa vaxa um 80 milljarða á næstu fjórum árum. Á Fljótsdalshéraði skuldar nú hver íbúi 5 milljónir og honum duga ekki ævitekjurnar til að greiða þær niður.Skuldir á hvern Akureyring munu því vaxa um 5 milljónir á næstu fjórum árum. Vona bara að þessir peningar verðir fengnir að láni í Kína en ekki í sparisjóðinum.

Einar Guðjónsson, 9.7.2010 kl. 22:20

14 Smámynd: Víðir Benediktsson

Bara til upplýsinga. Eiríkur var ráðinn bæjarstjóri en ekki bæjarfógeti. Það embætti var á vegum ríkisins og var lagt niður fyrir nokkrum árum. Skuldir og fjármál sveitarfélaga eru á ábyrgð viðkomandi sveiastjórnar en ekki bæjarstjóra, bara svo það sé á hreinu. Bæjarstjóri sér um að koma ákvörðunum sveitarstjórnar í framkvæmd og ef sveitarfélag hefur ofurskuldsett sig verður sveitarstjórnin (bæjarstjórnin) að athuga sinn gang. Þeta eru engin geimvísindi en eins og ég sagði áður þjónar það víst litlum tilgangi að segja hlutina eins og þeir eru ef menn eru staðráðnir í því frá upphafi að hlusta ekki. Það eina sem vantar inn í þessa jöfnu er ástæðan fyrir því hvers vegna eitthvað er athugavert við ráðninguna. Í hverju fellst spillingin?

Víðir Benediktsson, 9.7.2010 kl. 23:12

15 Smámynd: Einar Guðjónsson

Vísunin í bæjarfógetann var nú bara samanburðurinn við Kardimommubæinn. Þetta er ekki jafna en er ekki óþarfi þá að vera með bæjarstjóra. Það segir sig auðvitað sjálft að maðurinn er óhæfur og ferill hans sýnir það. Veit bara því miður að skuldahali Akureyringa á eftir að lenda á okkur skattgreiðendum um allt Ísland

Einar Guðjónsson, 10.7.2010 kl. 00:07

16 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ef bæjarstjórnin er ekki að standa sig getur að gerst, hefur bara ekkert með bæjarstjórann að gera.  Engin lán eru tekin nema fyrir liggji samþykki bæjarstjórnar. Þetta hlýtur að skiljast fyrir rest. Myndi samt fyrr hafa áhyggjur af einhverju öðru en skuldum Akureyringa.

Víðir Benediktsson, 10.7.2010 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband