19.5.2010 | 09:13
Ónýt skuldabréf keypt á yfirverði.
Vonandi verður Már dæmdur til að greiða þessi bréf sjálfur og það er með ólíkindum af hverju Efnahagsbrotadeildin er ekki komin í Seðlabankann. Þarna tekur einstaklingur upp á sitt eindæmi að sér að kaupa ónýt skuldabréf með skuldabréfagreiðslu upp á 402 milljónir Evra. Ef Már sjálfur er aðalskuldarinn þá er þetta auðvitað hið besta mál fyrir eigendur þessara bréfa að minnsta kosti í bókunum. Þarna er hinsvegar á ferðinni að einn maður er að skuldbinda ríkissjóð um milljónir í gjaldþrota Seðlabanka án þess að nokkur annar komi að málinu. Hefur þjóðþingið samþykkt þessa skuldbindingu í nafni ríkissjóðs ? Má Seðlabankinn vera í svona braski ?
Ríkið kaupir skuldabréf í Lúx | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1136
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vill benda þér á að 402M EUR eru 65,5 milljarðar ISK, verðmæti þessara skuldabréfa RÍKISSJÓÐS sem Seðlabankinn er að kaupa eru 120 milljarðar. Er ekki betra að borga 65,5 milljarða ISK fyrir skuldabréf sem færu út úr landinu fyrir 120 milljarða þegar gjaldeyrishöftin verða losuð? Þessi upphæð færi alltaf út úr landinu in the end þannig að segja að þau séu verðlaus er í besta falli kjánalegt. Þar að auki eru lægri vextir á EUR skuldabréfinu en ISK skuldabréfinu og þ.a.l. lækkar vaxtakostnaður ríkissins við þetta. Maður sem rekur eigið fyrirtæki hlýtur að skilja þetta er það ekki?
Nonni (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 09:20
Hér er verið að lofa að greiða a.m.k. 500 milljónir evra þó að skuldabréfið sé upp á 402 milljónir. Þessi skuldabréf sem Már var að kaupa heimildalaust eru bara fugl í skógi en ekkert liggur fyrir um að nokkuð fáist greitt upp í þessi bréf.Bréfin eru sögð gefin út af Ríkissjóði eða með ábyrgð hans ? Er það ekki bara sagt fyrir fréttatilkynninguna ? Af hverju segirðu að krónurnar fari úr landi in the end ? Meinarðu þá eins og fólkið ?
Einar Guðjónsson, 19.5.2010 kl. 09:34
"Stóran hluta kaupverðsins greiðir Seðlabanki Íslands með 402 milljóna evra skuldabréfi útgefnu af ríkissjóði til 15 ára" Þetta þýðir væntanlega að Seðlabankinn borgar meira en þessar 402 milljónir evra fyrir bréfin. Vita menn hversu mikið er greitt fyrir þessi bréf?
Omar (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 09:36
Er þetta ekki skilyrði sem AGS setur?
Annars er ég til í að selja Evrur á sama gegni og Seðlabankinn.
Heimir Hermannsson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 09:51
Einar finnst þér í raunveruleikanum líkleggt að Már sé að kaupa þessi bréf heimildalaust, svona án gríns? Þetta eru skuldabréf gefin út af ríkinu í íslenskum krónum. Íslenska ríkið mun aldrei defaulta í íslenskum krónum (þar sem þeir geta prentað eins mikið af krónum og þeir þurfa) og þar af leiðandi mun ríkið þurfa að greiða þetta in the end.
Nonni (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 10:16
Nonni Það liggur ekkert fyrir í þessu máli, engin veit í rauninni hvort þetta eru bréf sem ríkið hefur '' ákveðið að ábyrgjast'' t.d. seinna. Af hverju þarf ríkið að greiða þetta '' in the end''. Svona án gríns þá voru menn einmitt að gera hitt og þetta heimildalaust t.d. í október og nóvember 2008 og fyr og síðar.
Einar Guðjónsson, 19.5.2010 kl. 11:57
*Andvarp* Einar, ríkisskuldabréf eru bréf gefin út af ríkinu, sem ríkið ábyrgist. Kostirnir eru 2:
- Ríkið borgar háa vexti af þessum bréfum þangað til þau koma á gjalddaga og þá fara 120 milljarðar út úr landinu til Lúxemborgar.
- Seðlabankinn borgar 65 milljarða fyrir bréfin og borgar vexti í 15 ár sem eru mun lægri en þeir sem nú eru greiddir.
Þannig að sá valkostur sem þú velur kostar ríkið/Seðlabankann 55 milljarða aukalega auk vaxta sem eru hærri en þeir greiða ella. Þannig að það sem þú ert að væla yfir er að verulegar fjárhæðir hafi sparast, áhætta minnkað og vaxtagreiðsluálag lækkað.SBB (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 15:03
Andvarp SBB, ríkisskuldabréf eru gefin út af ríkinu en bréf sem ríkið ábyrgist eru ekki endilega ríkisskuldabréf. Það eina sem liggur fyrir og lá fyrir þegar færslan var skrifuð er að Seðlabankinn keypti öll skuldabréf útgefin af Avens.
Einar Guðjónsson, 19.5.2010 kl. 19:04
Einar Guðjónsson í Seðlabankann. Hann er greinilega ofurklár!
Pétur (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 19:15
Það gengur illa hjá sumum að skilja hlutina.
Hamarinn, 19.5.2010 kl. 22:30
Skuldabréfið er upp á 402 milljónir evra, EKKI í íslenskum krónum. Þetta er skuld gamla Landsbankans og ríkinu bar engin skylda að greiða þetta, þar sem erlendi hluti Landsbankans var aðskilinn frá hinum innlenda er ríkið yfirtók bankann.
Þetta eru peningar sem Landsbankinn sveik út úr Seðlabankanum í Lúxemborg með peningum sem hann vélaði út úr Seðlabanka Íslands í ástarbréfaviðskptum. Sjá nánari skýringar í fréttum á Visir.is. Evrurnar eru síðan eflaust í einhverjum bankahólfum á Tortola, ef maður þekkir þessa drullusokka í gamla Landsbankanum rétt.
Ef Seðlabankinn hér hefði stöðvað Landsbankann áður en kom til ástarbréfaruglsins hefði þetta ekki gerst. Þetta er skipulögð glæpastarfsemi og ekkert annað. Við borgum.
Það er átakanlegt að horfa upp á þetta. Ríkið undir forystu stjórnar hinna vinnandi stétta er látið fjármagna glæpastarfsemi Landsbankans. Við erum síðan (ennþá) nógu miklar rolur að láta bjóða okkur þetta sem skattgreiðendur og borgarar.
Theódór Norðkvist, 19.5.2010 kl. 23:51
120 milljarða krónubréfin eru í krónum (sem íslenska ríkið getur prentað), en skuldabréfið sem Seðlabankinn greiðir með er í Evrum (sem við getum eingöngu keypt fyrir útflutningsvörur), í seinna tilvikinu þarf að reikna með gengisáhættu auk vaxta.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2010 kl. 04:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.