18.5.2010 | 17:27
Bara reynsla í spillingu.
Velflestir núverandi borgarfulltrúa eru algjörlega reynslulausir nema að vera á beit í borgarsjóði. Hvar hefur Vilhjálmur verið nema standandi á beit í borgarsjóði ? Hvergi nema þar alla sína hunds og kattartíð. Það má segja um Ólaf að hann hefur reynslu af að vera á kaupi hjá sjálfum en aðrir hafa hvergi komið nálægt neinu nema vera á kaupi frá Borginni.
Besti flokkurinn hefur í raun reynslumesta fólkið en frambjóðendur hans hafa allir verið í harkinu og þurft að leggja sjálfa sig að veði. Þá er ljóst að mikla reynslu þarf í mörgu til að gera mynd eins og fangavaktina eða vera með standup eða að skipuleggja tónleika eða plötuútgáfu og oft með litla peninga til framkvæmda. Ég sé alla frambjóðendur Besta flokksins þannig að þeir geti ráðið við það að vera borgarfulltrúi en ég sé enga borgarfulltrúa eða frambjóðendur fjórflokksins koma því í verk sem frambjóðendur Besta flokksins hafa komið á koppinn.
Ef ég fell í kosningunum segi ég bara verði ykkur að góðu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verið þið margblessaðir... hundskist svo í burtu og hlífið okkur við þessari aulareynslu ykkar
DoctorE (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 17:36
heyr, heyr..
Nostradamus, 18.5.2010 kl. 18:01
Ekki mundi ég hika við að kjósa Besta flokkinn ef ég byggi í Reykjavík, nú eða Næst besta flokkinn Kópavogi byggi ég þar. Því miður er ég á kjörskrá fyrir norðan. Fokk!
Polli, 18.5.2010 kl. 18:03
Polli, þú hefðir þá átt að stofna sjálfur Þriðja bezta flokkinn þarna fyrir norðan. Þú þarft bara að safna saman hópi manna og kvenna sem eru sammála um að vera sammála. Síðan þarftu að semja stefnuskrá og loforðaskrá með efnum eins og:
o.s.frv.
Hins vegar sýnir reynslan, að óspilltir flokkar hverfa alltaf að lokum úr bæjarstjórnum.
Vendetta, 21.5.2010 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.