10.5.2010 | 12:02
Símsvari fyrir þingnefnd
Viðskiptaráðherrann talaði máli bankaræningjanna á opnum fundi viðskiptanefndar í morgun. Hann hefði bara getað sent segulbandsspólu með upptöku af ræðunni sem hann flytur eftir að hann laug sig inn í ríkisstjórn. Til að kóróna allt saman fékk hann Askar kapital til að vinna skýrslu til hjálpar verðtryggingunni. Alltaf að hugsa um vini sína á kostnað almennings og ríkissjóðs.
Yfirheyrsla yfir verðtryggingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ein leið út út þessum vandræðum með verðtryggingu, það er að verðtryggja laun, þá er þetta ekki vandamál allt helst í hendur, matvaran, lánin og launin
Kjartan Sigurgeirsson, 10.5.2010 kl. 12:51
Ef að þú ert svona á móti verðtryggingunni þá skaltu einfaldlega að forðast það að taka verðtryggt lán.
Ólafur Guðmundsson, 10.5.2010 kl. 13:01
Kjartan, þá er hún einmitt orðin óþörf. Ólafur það eru engin lán í boði í landinu til langs tíma nema verðtryggð. Hlutirnir snúast ekki alltaf um þrengstu sérhagsmuni finnst þetta svar minna á manninn sem sagði að besta ráðið gegn atvinnuleysi væri að vera ekki atvinnulaus.
Einar Guðjónsson, 10.5.2010 kl. 13:28
Ef að þú berð þig eftir því þá er hægt að taka verðtryggð lán.
http://www.landsbanki.is/einstaklingsthjonusta/lan/fasteignalan/lanamoguleikar/overdtryggdibudalan/
http://www.islandsbanki.is/einstaklingar/lan/husnaedislan/
www.arionbanki.is
Þetta hefur verið á borðstólum frá því fljótlega eftir hrun. Fyrir hrun þá hefur maður þurft að spyrja að því.
Ólafur Guðmundsson, 10.5.2010 kl. 13:55
Þetta hefur verið á boðstólum frá því fljótlega eftir hrun. Fyrir hrun þá hefur maður þurft að spyrja að því.
Ólafur Guðmundsson, 10.5.2010 kl. 13:55
Ólafur þú meinar óverðtryggð lán, já ég sé þetta með 8% lágmarksvöxtum. Kjarninn er kannnski sá Ísland er okur og ræningjabæli og býr m.a. við svo vondan rekstur að bankarnir geta ekki rekið sig nema með 8% vöxtum. Það þýðir að leiga á peningum kostar 300% meira hér en í næsta nágrannalandi. Það er ekki bara stjórnkerfið sem er ónýtt heldur flest annað klabb líka.
Einar Guðjónsson, 11.5.2010 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.