20% íbúanna flokksbundnir í Sjálfstæðisflokknum

Með ólíkindum að annar hver fullorðinn Kópavogsbúi er flokksbundinn sjálfstæðismaður. Þetta er hærra hlutfall heldur en það var í Sovétríkjunum sálugu. Kópavogsbúar hafa auðvitað lært af reynslunni að án flokksskírteinis engin borgararéttindi. Þá er skelfilegt til þess að vita ef aðeins þarf að smala um 2000 manns til að taka yfir bæjarsjóðinn.

Auðvitað á að leggja niður sveitarfélögin eins og við þekkjum þau enda uppbygging þeirra ávísun á spillingar og mútur. Þá lærist lýðræðishallinn þar og er svo fluttur yfir á Alþingi.


mbl.is 2000 skráðu sig í flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það þarf að hreinsa þarna til og síðan leggja þetta bæjarfélag undir Reykjavík.

hilmar jónsson, 21.2.2010 kl. 16:41

2 identicon

"Kópavogsbúar hafa auðvitað lært af reynslunni að án flokksskírteinis engin borgararéttindi." Ég er óflokksbundinn og með lögheimili í Kópavogi og veit að þetta er náttúrulega argasta bull.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 16:53

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það þarf bara skólasamlag þarna eins og í Reykjavík. Svo á að búa til tryggingasamlag borgaranna vegna félagsþjónustunnar sem er alls staðar í skötulíki og veitir enga þjónustu og hirðir ekki um lögin. Sveitarfélög hirða helling af borgurunum undir því yfirskyni að þau séu að veita þjónustu. Ekkert af því skilar sér nema að litlu leyti. Fyrir peninginn sem Gunnar gaf Halldóri verkfræðingi hefði verið hægt að reka ágætan leikskóla í heilt ár. Útgjöldin fara öll í yfirstjórnina og samtryggingu hennar. Þá þarf að þétta lagaramman  og koma bókhaldinu á netið í rauntíma eins og tíðkast í lýðræðisþjóðfélögum.

Einar Guðjónsson, 21.2.2010 kl. 16:59

4 identicon

Þegar Dr. Gunnar Birgisson var bæjarstjóri, þá þurfti bara einn mann til þess að eigna sér Kópavog og ráðskast með hann eins og ættarveldi.  Gunnars verður væntanlega sárt saknað af þeim sem finnst spillingin góð.

Melur (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 17:00

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þórður Ingi, hefurðu sótt um að grafa ? eða selja bænum þjónustu eða verkfræðistörf ?

Einar Guðjónsson, 21.2.2010 kl. 17:01

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

 Þetta er nákvæmlega sama dæmið og í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Þar var mikil smölun í gangi og  meira að segja tilboð uppá að hjálpa fólki með að ganga úr flokknum eftir kosningarnar, ef það vildi skrá sig og kjósa. Þarna fjölgaði mikið í flokknum, en það hafa ekki farið neinar sögur um hvað margir eru búnir að segja sig úr flokknum eftir prófkjörið.  Mér finnst að það eigi að fara einhverja aðra leið í þessu,.

Bjarni Kjartansson, 21.2.2010 kl. 17:26

7 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Ármann er að minsta kosti jafn spilltur og Gunnar, enda samstarfsmaður Gunnars í bæjarstjórn til margra ára.

Að halda því fram að bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafi ekki vitað hvað Gunnar var að gera er argasta KJAFTÆÐI. Ef svo er að Ármann vissi það ekki (sem er ekki ) þá hefur hann sýnt að hann er gjörsamlega vanhæfur til starfa fyrir bæjarfélagið, þá hefur hann ekki gengt sínu starfi, bara hirt launin.

Þetta lið getur ekki fríað sig af spillingunni sem átti sér stað, en nú á bara að fórna Gunnari, en Ármann sleppur.

Þetta er allt sami skíturinn.

Sveinn Elías Hansson, 21.2.2010 kl. 17:39

8 identicon

Ekki hef ég stundað útboð í eigin nafni nei en þekki verktaka og þeir sem ég hef rætt við hafa ekki undan neinu að kvarta, þrátt fyrir að tengjast íhaldinu ekki neitt. Hef komist að því við eftirgrennslan að þessar svakalegu sögur sem maður heyrir úr Kópavoginum standast ekki skoðun, enda eru þetta allt saman kjaftasögur á bloggsíðum eins og þessum.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 17:40

9 Smámynd: Smjerjarmur

Það er smalað rétt fyrir kosningar hjá fleirum en Sjálfstæðismönnum í Kópavogi.  Sveitastjórnir og borgarstjórnir fá oft á sig spillingarstimpil.  Ég sé ekki að sjallarnir séu verri en aðrir að þessu leyti, það er í  barnalegt að halda því fram. 

Smjerjarmur, 21.2.2010 kl. 18:53

10 Smámynd: Einar Guðjónsson

Smjerjarmur

Kópavogur er nú sér á parti. Það þarf að binda sveitarfélög algjörlega inn í lög og leggja þau niður hratt. 

Einar Guðjónsson, 21.2.2010 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1136

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband