Steingrímur sár og reiður fyrir hönd ´´bankanna´´

Hinn nýji velgjörðarmaður bankanna Steingrímur Sigfússon er auðvitað sár og reiður yfir því að Lýsing skyldi tapa málinu og dómari dæma lánveitanda í hag. Sjálfur hafði hann örugglega vonast eftir að lántakendur yrðu teknir eignarnámi eins og tíðkast í Burma. Hefur líka vonast eftir því að Skjaldborg hans um ríkisstarfsmennina í bönkunum héldi enda  hafa þeir nú allir meldað sig í VG og eiga því guðlegan rétt á starfi og kaupi.
mbl.is „Dæmalaust að svona nokkuð geti gerst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður

Atlinn (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 09:31

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður punktur Einar ekki veit ég hvað er að verða um Steingrím J ekki sá maður sem menn töldu hann vera fyrir kosningar í fyrra, stendur ekki við loforð og virkar sem strengjabrúða samspillingarinnar.

Sigurður Haraldsson, 15.2.2010 kl. 09:31

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst merkilegt að það eina sem ríkisstjórnin ætlar að gera í málinu er bíða og góna á  Hæstirétt.

Sigurjón Þórðarson, 15.2.2010 kl. 09:38

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hún ætlar ekki að gera neitt og hefur ekkert gert. Það má alveg loka stjórnarráðinu og setja bara símsvara í staðinn.

Einar Guðjónsson, 15.2.2010 kl. 09:47

5 identicon

Augljós og réttur skilningur á fréttinni er sá að Steingrímur er að gagnrýna að bankarnir hafi ekki farið að lögum þegar þeir fóru að veita myntkörfulán. Ekkert í fréttinni gefur til kynna að hann standi sérstaklega með Lýsingu, hvað sem mönnum kann að finnast um manninn að öðru leyti.

Sigurjón: Hvað er svona óeðlilegt við það að bíða niðurstöðu Hæstaréttar?

Ættu menn ekki bara að anda með nefinu þegar þeir lesa fréttirnar?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 11:13

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það kann að vera Þorgeir en öll þjóðin veit að SJS hefur ekkert gert annað en hjúkra bankaræningjunum. Miklu betra að vera bara með símsvara í Ráðuneyti hans.

Einar Guðjónsson, 15.2.2010 kl. 11:21

7 Smámynd: corvus corax

SJS varðhundur peningaaflanna nr. 1 er auðvitað sár og leiður yfir því að helvítis launaþrællinn hafði betur í átökum við lánastofnun í fyrstu orrustu.

corvus corax, 15.2.2010 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband