6.2.2010 | 19:18
Vinsælustu leikaramyndirnar en silkihúfurnar vinna
Hvergi er spillingin meiri en hjá Reykjavíkurborg. Þarna lenda leikaramyndirnar sem fólk þekkir úr myndasýningum frá Ráðhúsinu í efsta sæti. Bæði kerfisfólk frá A til Ö, þetta þýðir auðvitað að silkihúfurnar í stjórnkerfinu munu ráða ferðinni hér eftir sem hingað til. Spái því þó að þau nái að vinna því máli brautargengi að hafragrautsskammturinn í leikskólunum verði aukinn um 3. grömm. Í það á orkan eftir að fara án meðan topparnir í stjórnkerfinu og borgarfulltrúar munu tæma Borgarsjóð framhjá íbúunum og skila honum í einkaneysluna og verktakavinina.
Þá er sá hængur á númer 1 og tvö að þau hafa bæði verið á framfæri borgarinnar í nærri áratug og hann að auki með fyrirtæki sem hefur verið í tugmilljóna viðskiptum við borgina. Það lofar ekki góðu.
Hafragrautsskammturinn verður þó aukinn en spilling keyrir áfram á fullu og verður sigurvegari kosninganna í vor.
Sóley í 1. sæti hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta markar andlát VG í borgarmálum. Sjallarnir ættu að senda þeim blómvönd og kampavín í þakkarskyni fyrir þessa snjöllu leikfléttu, hrunflokkunum til framdráttar. Fussum svei. Sólveig er lélegur djókur.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2010 kl. 20:00
Já það er réttast að óska Sjálfstæðismönnum og konum til hamingju með þennan sigur verði þetta niðurstaðan. Sóley er ein sú ómerkilegasta sem stígið hefur fram í íslenskri pólitík frá upphafi. Froðusnakkið, öfgafeminisminn og mjög takmarkaður skilningur á efnahagslegum málum einkennir hana og efa ég að Reykvíkingar hafi áhuga á að hafa svoleiðis borgarstjóra.
Nonni (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 20:07
Hvaða fyrirtæki var Þorleifur með?
En allt satt og rétt hjá þér. Forval VG er upphaf að sigri sjálfstæðisflokksins í reykjavík.
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 20:20
Hann er með fyrirtæki sem borgin keypti þjónustu af fyrir um 150 milljónir á síðustu 6 árum eða fyrir tæpar 30 milljónir á ári. Er raunar viss um að þetta er án virðisaukaskatts.
Það er auðvitað siðblinda að bjóða í verk á sama tíma og maður er kosinn til að gæta almannahagsmuna í borgarstjórn og þiggur góð mánaðarlaun fyrir að sofa á fundum.Á sama tíma á maður að láta ógert að sinna prívat verkum fyrir borgina. VG er bara eins og Sjálfstæðisflokkurinn, á þeim er bitamunur en ekki fjár.
Einar Guðjónsson, 6.2.2010 kl. 20:51
Hvaða fyrirtæki er þetta?
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 21:29
Þetta er náttúrulega einn af bröndurum ársins.. Sóley Tómasdóttir typpahatari íslands.. hahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 21:43
Þú verður að klára vísuna.
Hvaða fyrirtæki er þetta sem Þorleifur er með.
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 21:51
Er ekki viss um nafnið, kannski heitir það bara Dúklagningafyrirtæki Þorleifs Gunnlaugssonar. Ef þú gúglar það þá koma upp þessi viðskipti hans við Borgina ´´sína´´.
Einar Guðjónsson, 6.2.2010 kl. 23:21
Þeir sem gefa sig út í pólitík, þurfa að velja á milli þess að vera í eiginhagsmunapoti eða í allrahagsmunapoti !!!
Þetta tvennt fer ekki vel saman !!!
Þetta á við um alla stjórnmálamenn, í hvaða flokki sem þeir eru !!!
Sól (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 10:21
Á þessum lista eru þeir í eiginhagsmunapoti eins og þeir sem bjóðast á hinum listunum. Bara einn frambjóðandi viðurkennir það ( Jón Gnarr ).
Einar Guðjónsson, 7.2.2010 kl. 10:42
Kjósum Jón Gnarr
Sveinn Elías Hansson, 7.2.2010 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.