26.1.2010 | 22:30
Þetta reddast
Ásbjörn Óttarsson hafði bara skoðun á aflamarki en var með kvótakerfinu. Með því svaraði hann öllum spurningum. Hann hafði líka reynslu af að keyra hreppinn í kaf þar sem hann var ´´ máttarstólpi´´. Fyrir það viðskiptaafrek að keyra hreppinn á hausinn var hann kosinn á þing eftir Stóra Hrun. Það er ekki sæmandi fyrir íbúa í Vesturlandskjördæmi að vera með hann sem fulltrúa sinn á Alþingi. Nú er Alþingi að vísu rekið sem nokkurs konar félag eigenda sinna og rekur hagsmuni þeirra fyrirtækja sem hafa haft getu til að kaupa sér þingmann eða þingmenn.
Ásbjörn hefur ekkert siðferðisþrek og á auðvitað ekki heima í þeirri nefnd sem á að fara yfir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Útkoma nefndarinnar verður alltaf einn brandari héðan af. Það dugir ekkert minna en að hann segi af sér og sætið má alveg vera autt það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Það getur ekki verið verra fyrir Ísland.
Greiddi ólöglegan arð fyrir mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kjósendur hljóta að krefjast afsagnar hjá manninum. Annað er algjört siðleysi og framhald á liðnum spillingartíma. Takk hatt þinn og staf og sjáðu sóma þinn að halda heim.
Sævar Björn (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 22:34
Einar þú ert ekki gáfaður maður, þú segir að hann hafi keyrt hreppinn í kaf þar sem hann var máttarstólpi. Hvernig væri að kynna sér hlutina áður en menn láta úr sér svona þvælu, Snæfellsbær var eitt af þeim fáu ef ekki það eina sem var rekið með hagnaði árið 2008. Snæfellsbær eru með mjög lítinn hluta skuldanna sinna í erlendri mynt þannig þú getur ekki sagt að hann hafi keyrt hreppinn í kaf. Menn verða að kunna söguna ekki skálda hana.
Íbúi snæfellsbæjar. (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 22:38
Skv. heimasíðu www.snb.is er að finna rekstrar og efnahagsreikning 2008 Rekstrarreikningurinn er tæpar 300 milljónir í mínus en er á sléttu eftir 310 milljón króna ríkisstyrk ( kallað framlag úr jöfnunarsjóði ). Skv. sama ársreikningi eru skuldirnar 1.348.000 milljónir en eignir 629. milljónir. Á mannamáli þýðir það að ef sveitarfélaginu yrði lokað og það gert upp, eignir seldar upp í skuldir þá yrði gjalþrotið upp á 369. þúsund krónur á íbúa eða 719 milljón króna gjaldþrot. Þannig að Snæfellsbær á heima í Möllersklúbbnum með nær öllum hreppum á landinu.
Það hefur verið dygð á Íslandi að keyra sveitarfélögin í kaf og fyrir það hafa 20 sveitarstjórnarmenn alltaf verið kosnir á þjóðþingið. Það gengur ekki endalaust.
Einar Guðjónsson, 26.1.2010 kl. 23:03
samkvæmt http://www.snb.is/Files/Skra_0035409.pdf ársreikningi fyrir 2008 sýnist mér eignirnar vera meiri enn skuldir bæjarins.
Skuldirnar eru líka meiri enn 1.348.000 sýnist mér enn eignirnar eru langtum meiri enn 629. Sýnist skuldirnar vera 1.777.808 og eignirnar vera 2.533.881
Nema ég hafi miskilið skjölin eitthvað, er nú ekki menntaður í þessu löguðu.
Ekki frekar enn Ási :)
Er íbúi Snæfellsbæjar.
Arngrímur Stefánsson, 27.1.2010 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.