19.1.2010 | 15:19
Gripdeildir
Er ekki viss um að að þetta kallist þjófnaður á íslensku, meira gripdeildir. Þá hafa borgarfulltrúar upplýst að þeir voru kostaðir til framboðs af stórfyrirtækjum og auðvitað fengu fyrirtækin fyrirgreiðslu sem skattgreiðendur voru látnir greiða fyrir.
Áhugaleysi lögreglu og kjósenda hefur auðvitað valdið því að Borgarfulltrúar og vildarvinir þeirra hafa verið settir fast á borgarsjóðsspenann. Fengið ríflegar greiðslur og fengið einkaneysluna greidda úr sameiginlegum sjóði Reykvíkinga. Ferðalög þeirra í einkaerindum hafa verið á kostnað annarra borgara og reksturinn á bílnum líka. Þá er vinnuskyldan lítil sem engin.
Það er auðvitað ámælisvert að efnahagsbrotadeild Lögreglu skuli ekki vera með fasta viðveru í Ráðhúsinu og á skrifstofum Borgarkerfistoppanna. Í öðrum löndum væri auðvitað fyrir löngu búið að handtaka stjórnmálastéttina í Ráðhúsinu í Reykjavík en hér eru þeir flestir ákveðnir í að bjóða sig fram aftur.
Það er auðvitað sorgleg staðreynd og sýnir hve djúpt í spillingardýkið þjóðfélagið er komið og engin áhugi virðist vera hjá Lögreglu eða kjósendum til að bæta úr því.
Þjófnaður á kostnað almennings" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ólafur firrir hvern vinnur hann Sf, einkennilegt að hann skuli ekki vera búinn að uppvísa þetta firr.Hef enga trú á þessum manni hann er aumkunarlegur. Ólafur er læknir drífðu þig út og gerðu gagn á Haíti.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 16:15
Þetta hefur nú allt legið fyrir lengi, kom fram í vor að Landsbankinn átti Hönnu Birnu og Gulla, Baugur keypti Steinunni Valdísi bæði til borgar og þings etc.
Einar Guðjónsson, 19.1.2010 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.