Sveitarstjóradólgarnir vs borgararnir

Skv. lögum eiga sveitarfélög að reka skóla og félagsþjónustu og á sú skipan sér langa sögu a.m.k félagsþjónustan. Rekstur skóla á þeirra vegum á sér þó varla nema hundrað ára sögu með tveimur eða þremur undantekningum.

Á síðustu árum hefur orðið til sveitarstjóradólgurinn sem hefur náð kosningu og myndað eyðslumeirihluta og er þá seilst ríkulega í vasa skattborgaranna um leið og búin eru til allra handa verkefni sem ´´nauðsynlegt´´ er að sveitarfélagið ´´sinni´´ Það þarf að rukka skatta til að styðja íþróttafélag dólgsins ríkulega. Það þarf að gera góða þjónususamninga við einka aðila um allra handa rekstur ´´ á vegum´´ sveitarstjóradólgsins til að ´´ auka´´ þjónustuna í sveitarfélaginu. Það þarf að semja við vini Borgarstjórans um skattinnheimtuna. Það þarf að kynna sér hvernig stóru borgirnar eru reknar og það útheimtir ríkulega af ferðalögum á ´´ vegum´´ sveitarfélagsins út og suður. Það þarf að

standa í lóðabraski og það þarf að færa Hringbrautina og það þarf að gera alla á borgarstjórnarlistanum að launuðum varaborgarfulltrúum.

Þetta hefur allt kostað ábyrgðarlausa eyðslu án þess að þjónustan hafi nokkuð aukist síðan 1970. Á sama tíma hafa skuldir á hvern íbúa aukist trilljón fallt og eru nú að keyra Álftanes í þrot. Þau sveitarfélög sem eru í svipuðum sporum eru mörg og nær öll fengju þau strax inngöngu í Möllersklúbbinn sem er klúbbur gjaldþrota sveitarfélaga. Má nefna Skagarfjarðarsveit eftir Gunnar Braga, Bolungarvík, Reykjavík, Kópavog, Árborg og fleiri og fleiri.

Mikilvægasta verkefnið í vetur verður að losa sveitarfélögin við sveitarstjóradólginn og tryggja það að sveitarfélögin verði lögð niður eða að þau sjái aðeins um skóla og félagsmálin ásamt sorphirðu. Um leið verði sveitarstjórninni breytt í Hreppsnefnd og svo verði kosið rafrænt um allt sem kostar aukaútgjöld fyrir borgaranna. Þá þarf allt starf þeirra að verða sýnilegra.

Í stöðu Álftaness er auðvitað best að bankinn sem lánaði fyrir Sundlauginni hann taki hana bara yfir og  láti reyna á hvort hana er hægt að reka fyrir utan hið íslenska okurþjóðfélag. 


mbl.is Óvissa á Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kýs fólk yfir sig.

Jói á hjólinu (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 900

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband