Björn þekkir sitt heimafólk

Tveimur árum eftir að herinn fór þá er allt hér í kalda koli. Það er leiðinlegt að segja það en þangað til herinn fór var hlustað á okkur. Herinn var líka mikilvægur fyrir efnahagslífið: verktakarnir okruðu á hernum, hann rak flugvöllinn, byggði flugstöðina og rak björgunarþjónustuna,  hann sá til þess að við áttum samskipti við aðrar þjóðir, hann reddaði aumingjahjálp okkur til handa um víða veröld. Við fengum Marshall aðstoðina og Björn Bjarnason var hamingjusamur. Núna sýna Rússar okkur áhuga út af breyttum aðstæðum í Norður-Íshafi og það gerir líka ESB. Ekki höfum við sjálf nokkurn áhuga á Norður- Íshafinu. Björn vill ekki að barnabörn sín fari í rússneska háskóla og vill að við vekjum athygli Bandaríkjanna á Norður- Íshafinu svo þeir komi aftur og standi straum hér af rekstri ýmissar starfssemi. Vandi Íslands sé hinsvegar sá að enginn stjórnarflokkanna vilji hlusta á Björn Bjarnason og að við komumst ekki inn í EB nema að samþykkja Ice save afarkostina. Hann segir að stjórnarflokkunum sé ekki treystandi til að hafa enga utanríkisstefnu eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft. Hann fylgdi Bandaríkjastjórn í einu og öllu þangað til þeir tóku F-15 þoturnar og nú vill Björn fá F-15 þoturnar aftur. Átta mig eiginlega ekki á þessum ranghugmyndum í Birni. Bandaríkjamenn hafa engann áhuga, þess vegna fóru þeir.
mbl.is Staða Ísland gerbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Ísland var það Evrópuland sem græddi mest á stríðinu og óð í gjaldeyri við stríðslok. Síðan kom nýsköpunar eyðslustjórnin sem tókst að eyða öllu á tveimur árum. Eyjan smáa fékk undatnekningu sem stríðhrjáð land því það hafði óvart og aldrei áður efnast. En þurfti samt að fá tvisvar Marshall aðstoð sem var ætluð til að byggja Evrópu upp úr rústunum. Lengi eftir það ríkti hér skömmtunarkerfi. Segir það ekki eittvað um þroska þjóðarinnar og hvað henni er treystandi fyrir fé? Maður líttu þér nær, þetta eru blind og sjálfhverf börn meðal þjóðanna.

Þorri Almennings Forni Loftski, 12.8.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 941

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband