´´Rekstarmenning´´ tryggingarfélaganna.

Tryggingafélög á Íslandi njóta sérstakrar verndar Alþingismanna og hafa veiðileyfi á borgarana. Ríkið tryggir samantekin ráð þeirra um verð með eftirlitsleysi. Tryggingafélög njóta þess að Alþingi tryggir þeim viðskiptavini með skyldutryggingum og engin krafa er gerð af hálfu Alþingis um að verðið sé sanngjarnt.Þannig miðast iðgjöld brunatrygginga við að  öll hús í landinu brenni á hundrað ára fresti.Langt umfram allar líkur. Af sömu sökum eru tryggingar á bílum hér 150% hærri en t.d. í Habaranda í Svíþjóð. Víða eru ekki skyldutryggingar en sumstaðar eru bíleigendur sektaðir kaupi þeir ekki tryggingu. Það er miklu betra kerfi.

Tryggingafélögin hafa undanfarin ár fengið að innheimta iðgjöld þó eftirlitsstofnunum hafi verið ljóst að þessi félög gátu aldrei efnt skyldur sínar skv. vátryggingasamningum. Ef svo eitthvað gerist og menn vilja fá tjón sitt bætt þá borga tryggingafélögin ekkert nema þau séu dæmd til þess. Það er rekstarmenning íslenskra tryggingafélaga.Hirða iðgjöldin en borga svo  aðeins ef þau eru dæmd til að greiða. Eða eins og var með skaðatryggingar en þar hirtu tryggingafélög iðgjöldin en ríkissjóður greiddi bæturnar. Því miður virðist aðeins vera vilji Alþingismanna að tryggja að þau starfi áfram með svipuðu sniði. Nú síðast með því að dæla milljörðum inn í Sjóvá.


mbl.is VÍS dæmt til bæta bílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband