Plottið.

Plottið reynist þá vera hefðbundið og notuð gamalkunnug leið. Stjórnarmennirnir fá fyrst flokksbróðurinn til að gefa álit ( á kostnað ríkissjóðs ) en álitið er ekki alveg nógu skothelt og heldur ekki skv. starfsmannalögum. Þá er gripið til þess ráðs að fá Landsbankann til að '' upplýsa'' um að Gunnar hafi pantað heim til sín gögn um Guðlaug Þór úr Landsbankanum. Útvarpið segir að þetta snúist um kaup bankans á '' umboði'' af Guðlaugi en hann var áður umsvifamikill auglýsinga og líftryggingasali í Búnaðarbankanum. Það hefði verið of augljóst að segja að gögnin væru t.d. um Helga Hjörvar eða Hrannarbjörn og hefði ekki virkað því stjórn FME eru aðallega klíkuráðnir '' Háskólakennarar '' ( les Samfylkingarmenn ). Stjórnin hefur sjálfsagt talið að hún virkaði '' fagleg'' með sögunni um Guðlaug Þór.
Þessi saga stenst ekki nema sá partur sem snýr að kæru til lögreglu enda geta allir kært alla til lögreglu og lögreglan rukkar ekki enn fyrir móttöku þó að sjúkrahúsin og Útlendingastofnun geri það.
Það þarf engin að halda í ljósi umræðunnar í síðustu viku að starfsmenn Landsbankans hafi hlaupið heim til Gunnars með skjöl um Guðlaug Þór og raunar afar ólíklegt að þeir fari með skjöl sem FME kallar eftir heim til forstjórans. Það ættu allir starfsmenn bankans að vita og getur ekki hafa átt sér stað. Í ljósi þess sem var í gangi í síðustu viku á milli Gunnars og Samfylkingarstjórnar FME þá er ljóst að sagan getur ekki verið sönn. Steinþór bankastjóri getur ekki verið svona vitlaus og Gunnar ekki heldur. Sé sagan sönn þá þarf auðvitað yfirstjórn Landsbankans öll að fjúka.
Þess utan þurfa menn ekkert Landsbankann til að vita um hvað þessi '' viðskipti'' á milli þeirra voru. Kröfuhafar gamla bankans geta séð þau hjá skilanefndinni og svo er veðbókarsaga Guðlaugs ( skuldir ) aðgengilegar hjá Sýslumanni og fyrirtæki hans hjá RSK.

Það er reyndar svo að bankastarfsmenn hafa full mikinn aðgang að upplýsingum um viðskiptamenn bankans sem þeir vinna í, óháð starfa. Þannig gátu ALLIR starfsmenn t.d. skoðað kortanotkun viðskiptavina og stöðu og fjölda innlánsreikninga og skuldir þeirra. Að það skuli leyft er auðvitað óhemju bankafúsk og algjör óþarfi en innlit þeirra í upplýsingar um nágrannann munu þó vera skráðar. Það geta því allir spurst fyrir í bankanum sínum hver hafi verið að skoða gögn um þá innan bankans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband