Endar í 50 milljörðum og fer í sögubækurnar

Allt hófst þetta verkefni af því R listafólk þurfti að losna við Stefán Hermannsson frá borginni. Í skilnaðargjöf varð að finna honum verkefni. Það verkefni var tónlistarhúsið. Auðvitað spilaði inn í þörfin til að ala Aðalverktaka og gróðavon Landsbankamanna. Eftir hrunið snérist málið um að koma gleri Ólafs Elíassonar upp því að búið var að borga það í Kína og hvergi hægt að nota það nema hér á hinni meintu Hörpu.

Húsið hentar hinsvegar illa fyrir allt sem það er hugsað, salir of stórir eða of dýrir og því takmarkaður markaður fyrir það til tónleika og ráðstefnuhalds. Leiga fyrir salinn verður ekki undir milljón á kvöldi. Engin arðsemi er fyrir ráðstefnuhald á því verði né heldur tónlistarhald. Þetta hús verður aldrei arðbært fyrr en það hefur farið á hausinn þrisvar.

Síðast en ekki síst þá er það strax orðið fagurfræðilega úrelt og á ekki eftir að standast tímans tönn. Þetta hús verður rifið innan tuttugu ára og í staðinn kemur eitthvað betra ( vonandi ).


mbl.is Galli í hluta glerhjúpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband