´´Uppgerð´´ en ekki endurgerð

Þetta er eiginlega uppgerð í merkingunni að gera sér upp endurgerð. Það er góðra gjalda vert að smiðir læri að byggja timburhús með gamla laginu. Þannig geta þeir seinna ráðið sig í verk hjá einstaklingum sem eru raunverulega að gera upp eldri timburhús sem reist eru á árabilinu 1850 til 1930.

Húsið Lækjargata 2  brann allt til grunna og í staðinn hefur Reykjavíkurborg sem eigandi og verktaki ákveðið að reisa nýtt hús þar sem það stóð áður. Nýja húsið ber svip af því gamla en verður þrjár hæðir. Slík hús voru ekki til hér á þeim tíma sem Lækjargata 2 var reist. Held að fyrsta 3 ja hæða húsið sem reist var í kvosinni hafi verið Vinaminni í Grjótaþorpi en brunavarnir fyrri tíma leyfðu  ekki 3 ja hæða hús fyrr en hægt var að koma þeim við. Það var hægt þegar Vinaminni var reist.

Þarna er því ekki um að ræða uppgerð né endurgerð á húsi. Reykjavíkurborg er aðeins að nýta sér að láta atvinnutryggingasjóð greiða fyrir byggingu á nýju húsi í gömlum stíl í Lækjargötu 2. Að byggja eina hæð eða tvær með gamla laginu er sennilega forsenda fyrir því að atvinnutryggingasjóðir greiði kaup smiðanna.

Hins vegar er þetta verkefni hið besta mál fyrir þá smiði sem hér komast að og læra gamla handverkið.

Dæmi um endurgert eða uppgert hús í Kvosinni eru ekki mörg; Iðnskólinn í Vonarstræti, Vinaminni í Grjótaþorpi, Brattagata 6  eru allt hús sem raunverulega eru gerð upp en hér er ekki verið að gera upp hús. Um uppgerð húsa gilda reglur sem hér er ekki hægt að virða og engin tilraun gerð til þess heldur.

Hér er byggð nýbygging  á sama stað og hús Eymundssonar stóð áður og kemur til með að verða númer 2 við Lækjargötu. Það er hið rétta í málinu. 


mbl.is Byggja upp eftir miðbæjarbrunann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála síðasta.

Borgin kemur sér hjá því að bjóða út verkefni sem þetta undir því yfirskyni að um námskeið sé að ræða. Vinnumála stofnum greiðir svo atvinnuleysisbætur og borgin greiðir mismun uppað taxtalaunum.

Sem eru rúm 200þús fyrir sveininn fyrir skatt.

Þetta er til skammar og spurning hvort þetta standist lög. Hvað gerir borgin næst? Fær ódýra smiði til að viðhalda öðrum eignum sínum? Hætta alveg útboðum? Fínt að fá smið á 60-70 þús á mán, vinnumiðlun borgar rest.

Reiður smiður (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 977

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband