25.12.2009 | 00:21
Ofmetinn pokaprestur
Séra Hjálmar var alltaf einhverstaðar þar sem vantaði mann. Tónlistarflutningurinn úr Dómkirkjunni var frábær en miklu betra hefði verið ef Hjálmar hefði ekki mælt orð af vörum. Hér er því miður á ferðinni allra ofmetnasti pokaprestur Íslandssögunnar. Datt óvart inn á þing af því hann kom vel fyrir en hafði ekkert til málanna að leggja. Kom sér inn í embætti Dómkirkjuprests fyrir klíkuskap og gerir sér enga grein fyrir bullinu sem hann ber á borð. Hjálmar Jónsson er auðvitað hrunið í nærmynd og engin hefur þorað að segja að hann er ekki í neinu ( eða ekki nennt að segja það ). Miklu betra fyrir Dómkirkjuna að spila bara ræður sóknarprests af böndum. Mér er sagt að kirkjan eigi ræður presta kirkjunnar á böndum síðan 1950. Miklu sniðugra fyrir kirkjuna að spila bara gömul bönd með ræðum löngu dauðra presta af því Hjálmar hefur ekkert að segja og engu að miðla. Ríkiskirkjan deyr út, út af fólki eins og honum.
Hjálmar er eiginlega Hannabirna prestastéttarinnar.
Það besta fái að ráða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríkiskirkjan mun ekki deyja út. Við Íslendingar eigum sterkar og fallegar hefðir sem ekki meiga lognast út af, þessar hefðir ástæða þess hversu sterk við erum sem þjóð. Meginþorri þjóðar er kristinnar trúar og ennþá er samt barátta við ógæfumennina sem vilja hér öllu umturna og breyta til hins verra. Á jólunum kemur hinn sanni kristni andi í ljós, þessi jól hafa verið með þeim bestu sem ég man eftir. Hlýhugur, ást og umhyggja fyrir hvort öðru allsráðandi. Nægjusemin er meiri. Hef oft eytt jólunum á Florida (kýs að fara þangað nú eftir jól) en hér í kuldanum er meiri hlýja enda hafa ófarir sameinað okkur meira sem þjóð.
Hef óbeit á þeim trúleysingjum sem dreyfa sora sínum hérna út um þetta ágæta blogg, hélt að Davíð og hans menn hjá mbl myndu losa okkur hin við ruslaralýðinn. Sumum er bara ekki viðbjargandi.
Gleðileg jól Einar, vonum að þessi spádómur þinn um að ríkiskirkjan deyji út rætist ekki.
Baldur (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.