21.12.2009 | 19:58
Ekki skilyrði um áætlun gegn spillingu.
Seðlabankar Norðurlanda hljóta að vera mjög áhættusæknir eða að þeir treysta AFS. Því enn er ekki komin nein áætlun gegn spillingu og hún heldur bara áfram á fullum dampi. Byr, 20 milljarðar, Saga Capital 20 milljarðar, Möllersklúbbur hinna gjaldþrota sveitarfélaga ; hundruð milljarða, eftirlaunafrumvarpið ; 6 milljarða og svona má áfram telja.
Fyrsta greiðsla Norðurlandaláns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ísland er peninga-seðla-gjaldþrota í dag. Spurningin er hvort við, sem teljum okkur Íslendinga viljum byggja okkur upp úr gjaldþrotinu eða fara á alheims-sósialinn?
Þetta er bara stækkuð mynd af gjaldþroti einstaklings sem þarf að fara á sósial síns sveitarfélags! Biðst velvirðingar á að ég nota ekki Íslensku þegar ég segi sósial. Þegar ég fæ ekki lengur lán í bankanum til að koma mér áfram með lífsnauðsynjar fer ég líklega á ¨sósial-stönad¨ eins og sagt er í sumum löndum.
Hver borgar svo í sósia-stönad-pottinn á Íslandi?
Þegar ég hugsa málið gaumgæfilega held ég að það sé eiginlega bara ég sjálf af mínum skatt-tekjum, það er að segja ef ég hunsa ekki þá vinnu sem ég get fengið hér á landi vegna lágra launa verkafólks sem sum hver duga ekki fyrir þjóðfélags-kröfum í kerfinu.
Hvað þá hrísgrjónum og baunum sem stundum hefur verið gert grín að hjá mér á blogginu. Þannig hef ég meðal annars stundum komið mér hjá gjaldþroti síðustu árin, meðan ég leysti heilsufars-vanda minn sem hið góða læknavísinda heilbrigðiskerfi hefur komist upp með að svíkja með einokun lyfjamafíunnar.
Þá komum við aftur að Auðmönnunum sem stýrðu öllu í þrot og vildu ekki skilja þörfina á hækkun verkamannalauna í góðærinu, sem því miður hafa sumir hverjir orðið að láta sér nægja vanvirðingu og fátæklegan kost þeirra sem telja sig vera æðri.
Það er í mínum huga æðst að gera sitt besta í að skilja réttlæti og jöfnuð fyrir alla en ekki bara klíkuna.
Hvað eruð þið sjálfstæðis-flokks-fólks og dindlarnir ykkar í framsókn að hugsa?
Að stjórna gjaldþrota, sjálfstæðri þjóð krefst fórna sem verða öllum í hag!
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.12.2009 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.