4.12.2009 | 22:24
Seljum Borgarstjórann í vinnu til útlanda
Sveitarfélögin eru skuldug eða á hausnum eins og það heitir á mannamáli. Orkufyrirtækin eru á hausnum. Flugleiðir og Landhelgisgæslan eru á hausnum og hafa ekki tekjur hér til að greiða af flugvélum sínum. Þau hafa því brugðið á það ráð að leigja flugvélar sínar í verkefni erlendis.
Geta sveitarfélögin ekki gert slíkt þið sama og t.d. leigt bæjarstjóra sína og yfirbyggingu til smábæja í
Úzbekistan eða Dubai. Þannig gætu sveitarfélögin og skattborgararnir lágmarkað tapið af því að sitja uppi með dýrar Hönnubirnur út um allt land. Sama gæti Orkuveitan gert og t.d. leigt Hjörleif Kvaran til útlanda. Þarna úti hljóta að vera smábæjir og þjóðfélög sem fara ver með en við og vilja ráða sínar Hönnubirnur og sinn borgarstjórnarflokk . Einhverjir bæir með meiri minnimáttarkennd en við.
Þannig gætum við haft einhverjar tekjur af þessari ónýtu stjórnsýslu sem Reykjavík og Ísland eru svo þekkt fyrir.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta bara um markaðssetningu.
Ranglæti gagnvart Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sniðug hugmynd,en þótt Icelandair eða Landhelgisgæslan væru í góðum rekstri fjárhagslega séð að þá væru hvort sem vélar frá þeim leigðar út erlendis ef það væri verkefnisskortur fyrir vélarnar, þetta er alþekkt í þessum flugbransa
Friðrik Friðriksson, 5.12.2009 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.