1.12.2009 | 16:31
Leggjum niður sveitarfélögin
Tillagan sýnir svo ekki verður um villst að sjálftökuliðið í stjórnsýslunni ætlar ekkert að gefa eftir. Öll óþarfa störfin sem búin voru til fyrir flokkspótíntátana undir því yfirskyni að sveitarfélögin þyrftu að gera þetta og gera hitt. Þau eiga að vera áfram. Milljón kall á mánuði í kaup fyrir borgarfulltrúa á áfram að tíðkast. Hundrað stjórnendur með milljón kall plús á mánuði þeir ætla ekkert að gefa eftir. Öllu þessu bruðli á áfram að viðhalda. Það á að gera með niðurskurði við skólana og hækkun á sköttum.
Mikilvægasta verkefni vetrarins er auðvitað að leggja niður þennan óþarfa millilið sem sveitarfélögin eru. Algjör tímaskekkja í smáríki að vera með þetta bákn sem Reykjavíkurborg er.
Í fréttinni kemur líka fram að allt á að hækka um áramótin en það er kallað ´´ hlutfall fasteignaskatta helst óbreytt´´ Fasteignamatið hefur nefnilega hækkað þrátt fyrir hrun á fasteignamarkaði og því hækka þessi gjöld verulega.
Vill hámarksútsvar í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sammála þetta pakk fær oltof há laun fyrir að rífa kjaft og gera allt verra hvað kostaði ríkið skólaganga Gísla haha bara gaman.
gishj (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 17:10
það eiga bara að vera 4 sveitarfélög á íslandi og svo eitt borgaríki.
Austur, Vestur, Norður og Suður, svo nátturlega Reykjavíkurborg, sem væri borgarríki.
Rabbi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 00:13
Af hverju að hafa Reykjavík sér ? Til hvers eru Mosfellsbær, Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Álftanes allt sér sveitarfélög, þegar byggðin er hvort sem er búin að ná saman. Afleiðingin er m.a. að allt skipulag á samgöngumálum milli sveitarfélagana er í molum. Athyglisvert er að skoða til að mynda bilið milli Kópavogs og Reykjavíkur í kringum Seljahverfi. Það vantar ekkert annað en gaddavírsgirðingu og vopnaða verði, því þetta minnir á landamæri ríkja frá kaldastríðsárunum. Eins er rækilega lokað, þannig íbúar í Blésugróf komist nú alls ekki upp í Mjódd "í gegnum Kópavog".
Jón Óskarsson, 2.12.2009 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.