30.11.2009 | 18:54
Vindhögg og sjónarspil
Það er nákvæmlega ekkert að marka þessar upplýsingar. Þetta er algjörlega óendurskoðað og óstaðfest. Þetta er hins vegar snjallt til að blekkja almenning sérstaklega sá partur að láta senda þessi upplýsingablöð til Ríkisendurskoðunar sem svo gerir ekkert með þau annað en að sitja þau í umslag eða skúffu. Þá koma mjög litlar upplýsingar fram og frambjóðendur geta í raun skrifað hvaða tölu sem er og skáldað þetta eins og þeim sýnist. Jafnvel þó þær væru réttar þá vantar alveg upplýsingar um gefendur. Við vitum t.d. ekkert hvað Þingflokkur Baugs er stór eða hverjir eru fjármagnaðir af Arion banki. Allt skiptir það mjög miklu máli.
45 hafa skilað uppgjörum vegna prófkjara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju segir þú að það vanti upplýsingar um gefendur? Það kemur allt fram. Auk þess er langþægilegast að gera eins og ég gerði og senda útskrift af bankareikningnum með. Þar kemur allt fram.
Hvort að þetta skipti svo nokkru máli eða sé vindhögg er svo önnur spurning. Þetta er amk atvinnuskapandi uppi í Ríkisendurskoðun - en atvinnusköpun ríkisstarfsmanna virðist vera eina atvinnusköpunin sem núverandi ríkisstjórn hefur áhuga á.
Örvar Már Marteinsson, 30.11.2009 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.