24.11.2009 | 17:37
Aumingja Baldur
Karl Axelsson skrifar grein til að benda okkur á hvað Baldur hefur það aumt. Það er þakkarvert þegar virðulegur Hæstaréttarmálafærslumaður tekur svona upp hanskann fyrir smælingjana í þjóðfélaginu.
Baldur hefur sem kunnugt er alltaf þurft að berjast hart fyrir sínu. Hann þurfti að slást til að fá að innheimta skuldir SPRON á sínum tíma. Fyrir vikið sat hann einn að þeirri innheimtu og hafði algjört sjálf
dæmi um innheimtuokrið. Þannig tókst honum iðulega að bjarga SPRON fyrir sig. Svo þegar hann varð þreyttur á því eilífa basli þá sá hann sem betur fer auglýsingu í Morgunblaðinu um lausa stöðu í Fjármálaráðuneytinu.
Baldur sótti um starfið og var valinn örugglega úr hópi yfir hundrað umsækjenda og gat eftir það titlað sig Ráðuneytisstjóra.
Eftir að Baldur hætti að vinna fyrir SPRON þá endaði það dæmi ekki vel og SPRON fór á hausinn. Þegar
hann var búinn að selja bréfin sín í EIMSKIP þá endaði það dæmi ekki vel; Eimskip fór í nauðasamninga. Svo seldi hann bréfin í Landsbankanum og eftir að hann hafði gert það þá fór það dæmi ekki vel: Landsbankinn fór á hausinn og er það gjaldþrot í sjöundasæti á heimslistanum.
Er það ekki dæmalaus frekja í saksóknara að kenna Baldri um öll þessi gjaldþrot? Hann var jú bara ráðuneytisstjóri í Fjármálaráðuneytinu. Alveg rétt hjá Karli og ég er viss um að hann hefur farið heim til Baldurs með blóm í morgun. Við hin ættum að íhuga að gera það líka.
Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Opið bréf til Karls Axelssonar, lögmanns:
Karl lögmaður, blessaður finndu þér nú starf sem hæfir þínum hæfileikum. Þú gætir t.d. orðið ræstitæknir í Valhöll og sérhæft þig í klósetthreinsunum.
Með kveðju,
Páll
Páll (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 17:49
Það er mjög einkennilegt að hæstaréttarlögmaður beinir kvörtunum til saksóknara meðan mál er enn á rannsóknarstigi með því að ritað opið bréf. Þetta form á kvörtunum er sennilega einsdæmi og vont fordæmi.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 24.11.2009 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.