18.9.2009 | 14:22
Alvarlegar ranghugmyndir
Margt hafa þessir þingmenn gert vel en eftir þessu að dæma þá halda þau að ef ekki hefði verið fyrir þau þá hefði engin hlotið kosningu af listum X O. Á bak við þetta fólk voru að minnsta kosti 300 einstaklingar á listum auk þess fjölda sem skrifaði upp á meðmæli. Ef ekki hefði verið fyrir baklandið þá
hefði þetta fólk aldrei komist á þing. Nú halda þau að glerbrotin séu orðin heil flaska og að þau búi til
baklandið. Sjálfsagt munu þau bara ráða fólk í vinnu til að styðja sig ? Kannski þau geti fengið Jóhann Kristjánsson til að taka það að sér líka. Því miður sýnir þetta að þau hafa engan skilning á hvað lýðræði snýst um. Vonandi verða þó einhverjir nærri þeim til að hjálpa þeim og upplýsa þau um helstu gangverk í þjóðfélaginu. Það breytir ekki því að það er ekkert sell í þessu fólki per se.
Klofningur í Borgarahreyfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.