27.8.2009 | 10:54
Almenningur að hætta störfum fyrir bankana ??
Almenningur hefur lengi verið duglegasti bankastarfsmaðurinn. Mokað inn tekjum fyrir bankana, í samanburði við almenning í næstu löndum þá hefur meðalíbúðalánaskuldarinn unnið kauplaust í tíu ár á Íslandi. Þegið að launum lítið annað en handklæði og stundum almanak. Nú er útlit fyrir að hann vilji
eyða færri árum af ævi sinni í að vinna sem duglegasti deildarstjórinn í bankanum og það kauplaust. Loksins eru stjórnmáladruslurnar að finna undirölduna og meira að segja kerfiskarlarnir Gylfi Magnússon og Árni Páll
Bótalögreglustjóri eru farnir að snúa seglum eftir þeim vindi. Guð láti á gott vita því þá batna lífskjörin í landinu og atvinnureksturinn hér verður samkeppnisfær. Hinn kosturinn er greiðsluverkfall og landflótti.
Greiðsluviljinn að hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.