55 þúsund íslendingar þegar í útlöndum

Fólksflóttinn er löngu hafinn.Þannig voru þegar fyrir tveimur árum um 55.000. íslendingar í útlöndum eða um 15% þjóðarinnar. Veit um marga sem skulda handrukkurum hins opinbera miklu meira en borgar sig að borga af ( í merkingunni of mikil húsaleiga/of há greiðslubyrði ). Þeir eru þegar farnir til Noregs. Lífskjör hér keppa ekki við það sem býðst á Norðurlöndunum eða í Kanada ( hér undanskil ég

skilanefndirnar ). Ekki bara hin peningalegu kjör heldur allt litrófið. Neytendavernd, borgararéttindi, verðlag, fjölskyldukjör, stjórnmálastéttin. Öll þessi atriði fá falleinkunn hér. Þá er engin vilji í samfélaginu um að hætta bullinu.


mbl.is Óttast íslenskan spekileka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hefur þú búið lengi úti vinurinn?

persóna (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 12:42

2 identicon

Það er samt ekki sama ástand og 1968 -69 því þá var nóg að gera  á norðurlöndunum svo voru Ástralir á höttunum eftir iðnaðarmönnum. Núna er samdráttur  í Svíþjóð og Ástralía er  núna hálf lokuð.Kannski helst að fá vinnu í Norður Noregi, sá að það vantaði iðnaðarmenn þangað  á einhverjum vinnuleitar vef.

Hörður (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 13:38

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sé ekki að ég komi þessu sérstaklega við nema að maður er að búa sig undir að fara.

Hörður, Það er hægt að tala um samdrátt í Evrópu en ekki hrun eins og hjá okkur.

Vextir á Norðurlöndum hafa lækkað það mikið að þar hefur fólk meira til ráðstöfunar

þrátt fyrir samdrátt. Sú staðreynd ýtir efnahagslífinu upp á við og nú er 7% aukning á útflutningi víða í Evrópu.  

Einar Guðjónsson, 17.8.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband