31.7.2009 | 23:13
Númer 4 við Vatnsstíg, vonandi ekki tryggt hjá Verði, TM eða Sjóvá
Þetta hús er ekki númer 5 við Vatnsstíg heldur númer 4. Þarna hverfur hús sem eftirsjá verður að.Lánin á húsinu eru öll frá Landsbanka og því er það sennilega tryggt hjá Samfyrirtæki hans Verði
tryggingafélagi. Vörður er hinsvegar eitt af þessum fyrirtækjum sem almenningur er þvingaður með lögum til að kaupa tryggingar af. Tekur sig saman með hinum tryggingafélögunum um þægilegt okurlíf.Nema þau valdboð hafa ekki dugað íslenskum tryggingafyrirtækjum til að eiga huggulegt mónópól líf. Vörður hefur verið í s.k. Ice save meðferð hjá FME sem þýðir að það er á hausnum og bráðvantar 300 milljónir til að eiga séns til að skríða upp fyrir núllið. Það hefur lofað FME að finna þessar milljónir og þangað til fær félagið að starfa á undanþágu í boði FME. Rukkar iðgjöld og hefur það huggulegt.Nú brennur hins vegar þetta hús og þá á Vörður enga peninga til að greiða út bæturnar, í sjálfu sér væri sama staða uppi hvar sem húsin væru tryggð nema í tilfelli VÍS en þar eru bótapeningarnir sennilega fastir í gjaldmiðlaskiptasamningi við Kaupþing eða Bakkabræður. Er ekki bara best að afnema allar skyldutryggingar því þetta lendir allt á almenningi hvort eð er. Með því móti
gætu heimili og fyrirtæki a.m.k sparað sér dýr iðgjöld.
Náðu tökum á eldinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var mjög fínt hús. Undarlegt að lögruglan fékkst til að rústa því á kaupi þrátt fyrir fjárskort, eða hva?. Að kveikja í svona húsum sem verktakar vilja losna við, hljómar alltof kunnuglega.
Þorri Almennings Forni Loftski, 1.8.2009 kl. 04:52
Vinur minn bjó þarna fyrir nokkrum árum. Húsið hefur verið í niðurníðslu í mörg ár og lengi hefur staðið til að gera við það. Hins vegar lítur út fyrir að eigandinn hafi orðið leiður á að bíða eftir því að það grotnaði það mikið niður að það mætti rífa það.
Rúna Vala, 1.8.2009 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.