Fyrir fólkið í landinu

Eignarhaldsfélagið Langanesbyggð 2009 ehf hefur ákveðið að dæla peningum inn í hið gjaldþrota Sjóvá. Þetta er allt saman gert  til að vernda ´´hina fjölmörgu viðskiptavini´´ eins og viðskiptaráðherra kallaði það í fréttum RÚV. Alltaf er verið að snúa merkingu orðanna á hvolf og gengur viðskiptaráðherra þar fremstur í flokki. Samt hafa viðskiptavinir verið að greiða iðgjöld inn í gjaldþrota tryggingafélag í nærri 2 ár og allt undir eftirliti og umsjón FME. Þeir hafa verið narraðir til að  kaupa tryggingar af félagi sem gat

ekki fyrr en í gær staðið við tryggingaskuldbindingar sínar. Það var sennilega líka gert til að vernda viðskiptavinina. Með þessu er auðvitað verið að tryggja hagsmuni einhverra annarra skv. ráðum frá einhverjum innan Nómenklatúrunnar  enda tryggingaiðgjöld hér þau hæstu í veröldinni. Sá sem ekki getur rekið tryggingafélag hér hlýtur að vera alveg sofandi.Alþingi hefur lengi gengið fram fyrir skjöldu

við að hjálpa tryggingafélögum.Þau mega okra á iðgjöldum, þau máttu þar til nýlega snuða tryggjendur um skaðabótatryggingar og hirt iðgjöldin en ríkið niðurgreiddi og borgaði tjónin.Síðast en

ekki síst þá er almenningur þvingaður með lögum til að kaupa tilteknar tryggingar og tryggingafélög fá handrukkaraleyfi til að innheimta þau. Já allt er þetta gert fyrir fólkið í landinu.

Auðvitað er hér komið fordæmi um að ríkið muni bjarga eigendum sínum, þegnunum með líkum hætti. 


mbl.is 16 milljarðar inn í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 890

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband