6.7.2009 | 13:50
Spillingin áfram sterk inn
Þessi hugmynd Josefsson er góðra gjalda verð en gengur ekki upp hér út af hinum séríslenska skilningi á spillingu og fyrir hvað hún stendur.Þess vegna fá nú spilltir starfsmenn bankanna frítt spil.
Þeir munu fara sínu fram, drepa fyrirtæki sem er í samkeppni við fyrirtæki vinarins.Fá vini sína til að kaupa ódýrt fyrirtæki sem þeir sjálfir dæma úr leik. Gjarnan verða fyrirtækin gefin en skuldir þess dæma fyrri eigendur úr leik í framtíðinni en þeir munu verða hundeltir af lögfræðingum bankanna.Það verður hægur vandi því bönkunum nýju leyfist að tapa og tapa og um leið að eyða peningum í að koma hinum ´´óhreinu´´ á hausinn.Þessi leikur er þegar í gangi: 300 milljón króna vörulager er seldur á 30 milljónir til fyrrum starfsmanna og eins bankamanns .Sá lager er svo endurseldur á 150. milljónir í 5 vikna þrotabússölu. Sú sala gerir hins vegar út af við samkeppnisaðilana því þeir verða að
kaupa sína vöru á sanngjörnu verði og bjóðast ekki slík kjör. Þess vegna er mikilvægt að almenningur komi upp netsíðu sem skrái og fylgist með bönkunum og innheimtuaðgerðum þeirra.Upplýsi um allar sölur á netinu. Kalli svo á fréttamenn og netmiðla því ekki er stjórnmálastéttin að gera neitt og starfsmenn og skilanefndir haga sér eins og þeir eigi bankana
Ríkinu mistókst sem eiganda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð hugmynd þetta með netsíðuna. Já það er ótrúlegt hvernig "gælu" fyrirtæki bankana eru rekin í dag. Fyrirtæki sem var dagaspursmál hvenær færu í þrot s.l. september blómstra eftir bankahrunið.
Magnús Sigurðsson, 6.7.2009 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.