Látum kröfuhafana taka yfir ´´bankann´´

Farsælast er að láta erlenda kröfuhafa taka bankann yfir.Bjóða þeim ekkert annað enda í raun skrítið

að mennirnir sem keyrðu bankann í þrot skuli enn vera að reka hann áfram og nú með enn meiri ríkisábyrgð en áður. Undir eðlilegum kringumstæðum ættu kröfuhafar að taka bullið yfir og gera sem mest úr verðmætunum. Icesave skuldbindingar ættu þá að fylgja með landsbankanum. Hér er engin reynsla af að reka bankastarfsemi ´´ eins og best gerist erlendis´´. Aðeins er reynsla af að reka banka hér með sérstökum  niðurgreiðslum löggjafans og miklum mórölskum stuðningi hans og framkvæmdavaldsins.Undir kjörorðinu ´´ Berjum á borgurunum´´ hafa bankar verið reknir á Íslandi.

Það er auðvitað frábært starfsumhverfi fyrir bankana en afar óheppilegt fyrir samfélagið. Þá er jafnvel

bara allt í lagi að leyfa kröfuhöfum að taka yfir OR enda myndu þeir sjá til þess að hún yrði miklu betur rekin en nú.Þá færu þingmenn kannski að setja lög og reglur sem tryggja borgurunum réttindi í viðskiptum við OR. Þá yrði líka fækkað um silkihúfur Hjörleifs Kvarans og borgarstjórnarflokksins.Almenningur fengi lægri verð.Þá hyrfi líka sérstakt leyfi OR til umhverfissóðaskapar. 


mbl.is Eignir duga ekki fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já! Hversvegna ekki? Við þurfum að láta (auka) innistæðureikninga fólks erlendis fá innistæðureikninga í bankanum hér á landi. Þar að segja að bjóða uppá það ákveðið en með tryggingum vegna aðstæðnanna. Og þannig minnka og draga niður þetta lán. Það væri kannski leið?

Guðni Karl Harðarson, 22.6.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband