28.5.2009 | 23:57
Skattar og opinberir starfsmenn skapa störfin
Bankastjórn VG og Samfylkingar hefur ákveðið að veðja á að skattar og fjölgun opinberra starfsmanna
verði kjarninn í nýsköpun og uppgangi Íslands á næstu árum.Þannig á þjóðfélagið að verða grænt og sjálfbært. Við sköttum þig um 75% og í staðinn ráðum við þig í vinnu eða á atvinnuleysiskaup.Planið er
ekki flókið: við tókum yfir fyrirtæki A sem tók yfir fyrirtæki B og skildi þar eftir skuldirnar við okkur og útlenda birgja.Síðan stofnuðum við fyrirtæki C og það réði starfsmenn frá B en réði líka starfsmenn til
skilanefndar B og svo ráðum við líka starfsmenn skilnaðarnefndar B. Fyrirtæki C selur nú gömlu lagerana frá birgjum B og söluverðið skiptir ekki máli því hann var alltaf ógreiddur.Starfsmenn B kaupa
allar vörur C ásamt starfsmönnum fyrirtækis A. Til að borga kaupið skattleggjum við alla um 75%. Svo förum við bara eins marga svona hringi og hægt er eða niður allt stafrófið. Með þessu móti fjölgum við störfunum og fjölgum ( nýsköpunar ) fyrirtækjum í landinu. Sára einföld hagfræði og allt þetta má gera í skjóli nætur. Öll er þessi þróun líka sjálfbær.
Áfengi og eldsneyti hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1136
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eina markmið AGS er að eignast auðlyndir Íslands. Ef þið haldið að Ameríski herin hafi farið frá svo snögglega frá Íslandi árið 2006 til að spara pening, þá skjátlast ykkur.
Eina ástæðan var svo AGS gæti ruðst inná okkur, og heimtað einkavæðingu á okkar orkugeira. Og þar með munu þeir eignast allvöru örku sem mun duga þeim aldir áfram, eða mun lengu en olían í Írak.
Við þurfum bara að fatta hvað er raunverulega að ské fyrir okkur áður en um seinan er..
Sveinn Þór Hrafnsson, 29.5.2009 kl. 05:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.