Taka 2. Spillingin hjá sveitarfélögunum

Við hrunið í haust komst spillingin í landstjórninni upp á yfirborðið og var hún svo að vísu endurkjörin að mestu.Mútugreiðslur til sveitarstjórnarmanna í Reykjavík komust upp  og m.a.  varð sú staðreynd ljós

að Baugur hafði átt heilan og öflugan borgarstjórnarflokk í Reykjavík. Það skýrði m.a. hversu góða þjónustu Baugur fékk þar. Sveitarstjórnir fengu  smá frið enda allir uppteknir af hruni bankanna og svindlstöðu þeirra gagnvart heimilunum og fyrirtækjunum. Nú eru hinsvegar  komið að sveitarfélögunum og spillingunni þar.Sveitarstjórnarmenn upplifa sig hins vegar ekki spillta heldur aðeins greiðasama og bera fyrir sig sömu svör og landstjórnarmenn. ´´Nálægðin er svo mikil´´ við erum öll skyld í 9 da lið. Nú er vonandi að eittthvað af þeim mikla skít í kringum rekstur sveitarfélaganna rati upp á yfirborðið. Það er því vel við hæfi að taka 2 byrji í Kópavogi og að þar verði fyrst upplýst um spillinguna enda hefur hún verið þar í hverju skoti.Mannaráðningar, ekki vinna en samt greiðslur.Brotið á borgurunum í þágu verktaka með því að hundsa skipulags og byggingarlög.Þarna hefur einn maður og dvergarnir í kringum hann ráðið útsvarspeningum með vafasömum hætti. Í sveitarfélögunum þarf að verða búsáhaldabylting sem þarf að leiða til þess að þau

verði lögð niður í núverandi mynd. Hreppstjóri og ein skúffa ætti að verða fyrirmyndarsveitarfélagið.Skólana má svo reka í gegnum skólasamlög sem kosið yrði til á 4 ára fresti.Vel mætti hugsa sér að allir íbúar yrðu í kjöri til þeirra. 

Nú vantar líka sérstakan saksóknara fyrir sveitarfélögin og spillinguna þar því ekki hefur lögreglan getu eða mannskap.Því miður er ekki von til þess að hinir tuttugu borgar og sveitarstjórnarkóngar á þjóðþinginu greiði sérstaklega fyrir slíkri löggjöf á Alþingi.Því þangað koma þeir beint úr sveitarfélögunum með lýðræðishallann í farangrinum.


mbl.is Ræddu hugsanleg meirihlutaslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona viðskipti hafa verið gang-og-gebe í sveitarfélögunum alla tíð. Reykvísk útgáfa var stofnuð af eiginmanni Steinunnar Valdísar þegar hún fór í borgarstjórn Reykjavíkur og rakaði verkefnunum til sín.

Erla (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 22:49

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hvað áttu við með gang-og-gebe ??.Hitt rifjast upp með eiginmanninn þegar þú skrifar það.

Einar Guðjónsson, 19.5.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband