Álagning hefur þá lækkað ??

Sennilega hefur álagning í lágvöruverðsbúðum lækkað    en gengi krónunnar hefur lækkað um 90% gagnvart t.d. evru.Þetta þýðir því að krónan og lækkun hennar hefur skilað lægri álagningu en sennilega sömu álagningu í krónutölu.Það er því dálítið sárfyndið að hún skuli hafa varið okkur gegn

fákeppni og samanteknum verðum á lágvörumarkaði. Í dýrari búðum hefur álagning minnkað enn meir. Þó gæti þetta allt verið rangt hjá mér og að það séu birgjar sem hafi verið þvingaðir til að lækka sína

álagningu.Það  á t.d. við um bændur. 


mbl.is Matarverð hefur hækkað um 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að þú skulir fatta þetta!  Ég skil ekki hvað fólk er að væla yfir ekki nema 25% hækkun.  Stórverslunareigendur eiga þakkir skildar fyrir að hækka verðin svona lítið.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 17:15

2 identicon

Bragi voðalega vilt þú einfalda þetta. Stórverslunareigendur eiga engar "þakkir" skilið fyrir þessar hækkanir. Þú virðist gleyma því að það er ekki hægt að kenna gengi um allar hækkanir þar sem við framleiðum jú sjálf sumar vörutegundir. Eins finnst mér skjóta skökku við að það sé einblínt á gengið sem skýrir á engan hátt af hverju sumar vörutegundir rokka stanslaust í verði, meðan aðrar sem eru nauðsynjavörur halda sama verði mánuðum saman. Ef þetta færi allt eftir gengi þá væntanlega væru ALLAR vörutegundir að rokka.

 Það er staðreynd og ekki hægt að þræta fyrir það ef fólk er komið yfir fermingaraldurinn og hefur eitthvað smá peninga sense , að ódýrar vörur í innkaupum eru með hærri prósentu álagningu heldur en dýrari vörurnar, þannig að kaupmaðurinn fær alltaf sitt. 

Ekki hefur launakostnaður hækkað hjá matvörubúðum, það er alveg á tæru þannig að matvörubúðir eiga að sjálfsögðu að taka þátt í því sem við öll þurfum að gera núna og það er að taka á okkur skelli.  Enda varð nú einn af aðal útrásarvíkingunum ríkur af lágvöruverslunum.

Duh! það verður enginn ríkur af lágvöruverslun ef það er í alvöru lágvöruverslun! ekki þannig að þú getir velt þér um á skútum og í einkaflugvélum.  

Nema

þú pínir heildsalann niður úr öllu valdi með verð, flytjir inn ódýrt dót (euroshopper er gott dæmi) leggir á það eins mikið og þú mögulega getur, haldir starfsmannafjölda í algjöru lágmarki á lágmarkslaunum, dragir að borga birgjunum eins lengi og þú getur og hótar síðan að hætta að versla við þá ef þeir gefi þér ekki gígantískan afslátt, lætur birgjana sjálfa sjá um að koma til þín vörunum, raða þeim upp í hillur og sjá um allt sjálfa (þarna sparar þú starfsfólk og þjónustu alveg rosalega vel) og svona má lengi lengi telja.

Sorry en stórkaupmenn fá ekki þakkir frá mér , ég bara þekki of vel þeirra viðskiptahætti til að vorkenna þeim ;)

Eva Lára (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 17:34

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Við framleiðum jú sjálf sumar vörur Eva, en þau fyrirtæki sem þær framleiða eru verulega mörg illa skuldsett og þar er oft um blessuðu myntkörfuna að ræða. Þannig skilar gengisbreytingin sér í verðhækkunum á innlendri vöru.

Páll Geir Bjarnason, 18.5.2009 kl. 19:07

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Er ykkur sammála. Verð á innlendri vöru hefur hækkað enda hún iðulega ekkert nema pökkun.Umbúðir og sykur hafa hækkað ( unnar mjólkurvörur ), kjöt hefur eitthvað hækkað en fóður er innflutt.Stórmarkaðir komast örugglega vel af en fólk

kaupir almennt miklu meira magn af öllu þegar það fer þangað.Kaliforníuríki hefur lengi átt í málaferlum við Walmart en þeir telja fyrirtækið hafa skipulega gert út á

almannaþjónustu í ríkinu.Greitt alltaf rétt við lágmarkslaun og starfsfólk því sótt sér fjárhagshjálp til Kaliforníuríkis.Ekki greitt sjúkratryggingar og starfsfólk því fengið sjúkrahjálp á almannaspítulunum.Því hafi Kaliforníuríki í raun niðurgreitt starfssemi Walmart þar og keppinautarnir líka ( með því að greiða hærra kaup og sjúkratryggingar ). Hér hefur hið opinbera og sveitarfélögin líka niðurgreitt

starfsemi lágvöruverslana eiginlega með svipuðum hætti og í Kaliforníu.Að auki hafa neytendur tekið á sig að fjármagna tap kröfuhafa vegna gjaldþrots kjúklingabúa og kjötvinnslufyrirtækja.Þau töp fjármálastofnana skila sér í hærri vöxtum.Eyðilegging Jóns Ásgeirs í 10-11 á þjóðríkinu og lánstrausti þess hafa kostað okkur traustið og mikið bankatap.Því má segja að við greiðum 10 kr fyrir vöruna í Bónus en svo aðrar 10 kr til ríkisins vegna  taps bankanna af Baugi og kó.Þá hafa sveitarfélögin í krafti mútugreiðsla sýnt Bónus mikinn velvilja.Þeir hafa fengið allar lóðir sem þeir vildu.Umferðarskipulagi hefur verið breytt,Samkeppnisaðilar hafa verið útilokaðir frá lóðum ( Nettó ).Allt þetta hafa  útsvarsgreiðendur borgað með sköttum sínum.

Einar Guðjónsson, 18.5.2009 kl. 19:51

5 identicon

Að verðið skuli einungis hafa hækkað um 25% bendir til þess að menn hafa ekki getað ítt verðhækkunum útí verðlagið og hafi svigrúm til að taka þær á sig.

Landbúnaðarvörur hafa hækkað um 15-25% án þess að bændur hafi fengið neitt. Bæði gildir þetta um mjólkurvörur og Kjötvörur.

ég hef dæmi um að framleiðendur erlendis hafi verið að lækka verð til Íslands, þar sem þeir gera sér grein fyrir því að ekki sé hægt að kreista meira útúr neytendum sem hafa hingað til geta tekið endalausar hækkanir á sig.

kv.

Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 851

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband