Góður að falsa tölur

Eigandi og ráðsmaður OR Guðlaugur Sverrisson reynir hér að drepa málinu á dreif. Lögaðilum segir hann, hér er að vísu engin venjulegur lögaðili á ferðinni heldur félag íbúa í nokkrum sveitarfélögum.Um félagið var stofnað sérstakt félag af hálfu R listans og með þegjandi samkomulagi D lista. Tilgangurinn

var m.a. sá að koma upplýsingum um reksturinn undan eigendum þess.Þannig telur OR nú sig ekki bundna af upplýsingalögum og telur sig heldur ekki þurfa að auglýsa  laus störf eins og skylt er að gera með opinber fyrirtæki.Þá er einnig hægt að fela duglegar ofurlaunagreiðslur og koma Nómenklatúrufélögum að. Þannig voru t.d. bæði Eiríkur Hjálmarsson  og Helgi Pétursson ráðnir þangað án auglýsingar.Báðir hafa þeir sama starfsheitið eða upplýsingafulltrúi. Kemur þá til kasta þeirra þegar

skammhlaup verður í dreifikerfi 3 ja hvert ár og er þá gjarnan haft eftir þeim að ´´unnið sé að viðgerð´´ og að OR  vonist til að hún klárist fyrir kvöldmat. Þá  rita þeir stundum undir tilkynninguna um að rafmagn sé ódýrast í Evrópu hjá OR ( sem  hefur ALDREI verið rétt nema síðustu 6 mánuði ).

Ég er viss um að aðeins de facto eigendur OR hafa beðið um leynd á rafmagnsverð. Örugglega engin af viðsemjendum þeirra enda  stór erlend fyrirtæki starfandi í löndum þar sem fáum dettur í hug að brjóta bókhaldslög. Að auki má sjálfsagt verða sér úti um verðið hjá hinum erlendu viðsemjendum með því að hringja á skrifstofu fyrirtækjanna svo fremi þau séu skráð og sennilega líka þó þau séu í einkaeign. Sé rafmagnsverðið óvenjulágt þá er örugglega um að ræða spillingu og einhver eða einhverjir hafa  þá fengið greitt undir borðið til að tryggja ´´góð verð´´ .Alveg eins og einhver hefur fengið eitthvað fyrir að tryggja EYKT réttinn til að taka útsvarsgreiðendur í Reykjavík í bakið með háum leigugreiðslum. 


mbl.is Verður að virða umsaminn trúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband