9.5.2009 | 12:00
Engin að tala máli Íslands
það er alveg rétt hjá Almannatengslafélaginu að engin er að tala máli Íslands, hvorki fyrr né síðar.Ríkisstjórn Haardemans var í þagnarbindindi og Handrukkarastjórn VG og Samfylkingar-hin svokallaða ´´Bankastjórn´´ - er og hefur verið í þagnarbindindi líka. Áhersla þeirrar ríkisstjórnar hefur verið á hið gamalkunnuga;að ljúga að íslendingum í von um að dugi að þegja málin af sér.Því miður hafa þessi þagnarbindindi kostað þjóðfélagið milljarða og orðspor. Engin gerði neitt til að tala við
neinn um neitt allt síðasta ár.Veikburða tilraun var gerð til að tala upp orðspor bankanna m.a. af
sjálfum Haardeman viku fyrir hrun.Það dugði ekki til af því erlendir aðilar gerðu sér grein fyrir að hér var á ferðinni svikamylla. Held að í stöðunni sé best að fá til hjálpar alvörufólk t.d. Uffe Elleman Jensen
eða Jimmy Carter.Fyrst verðum við þó að viðurkenna siðrofið og siðblinduna sem hér var í gangi.Halda síðan útlendingum upplýstum með stöðugum tilkynningum á heimasíðu sendiráða og utanríkisráðuneytis. Fá almannatengla til þessa verks. Engir í útlöndum eru vanir algjörri þöggun eða
-snúaafsér- bindindi eins og hér tíðkast. Verðum að tala við útlönd í gegnum þeirra siði og venjur.Góða mannasiði og vandaða stjórnsýslu.
Íslendingar þurfa öfluga talsmenn erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.