7.5.2009 | 20:35
Búin til 3 embætti úr einu og síðan eitt lagt niður
Þegar ég keypti íbúð í Reykjavík fyrir 20 árum þá var einn maður sem rak Brunatryggingar Reykjavíkur-
það merka fyrirtæki-sem Ingibjörg R Gísladóttir lagði niður.Eyþór þessi rak ekki bara brunatryggingarnar heldur m.a. sorphirðuna og gott ef ekki reiknaði líka út fasteignagjöldin og sendi út greiðsluseðla vegna þeirra.Í þann tíma fékk maður þjónustu fyrir fasteignagjöldin.Nú eru þau bara íþyngjandi skattar sem ekkert fæst fyrir.Ofan á þau leggjast svo þjónustugjöldin.
Eyþór var alltaf við og hafði sér til aðstoðar ritara. Brunatryggingar voru síðar seldar Sjóvá-af lista alþýðunnar- til að tryggja samantekin ráð og fákeppni á markaði fyrir brunatryggingar. Nú borga tryggingafélögin ekkert nema að gengnu dómsmáli og gjarnan fasteignaverðið afskrifað.Brunaiðgjöldin
úr takti við áhættuna sem tryggingafélögin taka.Fasteignagjöld eru nú góð mánaðrlaun og 64 vinna á skrifstofu fjármáladeildar Reykjavíkurborgar í Eyktartúni 10 til 12. Reykjavíkurborg innheimtir þó ekki lengur fasteignagjöldin heldur felur Lögfræðistofu
Ólafs Ólafssonar í Samskipum að innheimta þau með s.k. milli innheimtu og engin veit hvað þessir 64 eru að gera á skrifstofu fjármáladeildar.Þarna eru þó R lista vinkonur og Hönnu Birnu vinkonur en sem betur fer ekkert að gera nema að gera grín að skattborgurunum.Allir á 700.000. kr plús og
voða gaman í World class. Svo kemur svona sparnaðarfrétt úr ráðhúsinu í smábænum en þar hefur verið ákveðið að leggja niður titill borgarendurskoðanda. Sjálfsagt vann hann einn öll verkin en nú eru allt í einu orðin til endurskoðunarstofa og endurskoðunardeild ( örugglega tvö fótboltalið ) sem
gera nú það sem einn maður gerði áður.Í ´´sparnaðarskyni´´ er lagt niður starf borgarendurskoðanda. Alltaf er minnimáttarkendin í ráðhúsinu að gera grín að skattgreiðendum og kjósendum.
Þarna þarf að verða búsahaldabylting. Hafa bara hreppsnefnd og ráða svo leikara til að leika borgarstjóra þau 5 skipti á ári sem nauðsynlegt er að hafa borgarstjóra. Skólasamlög gætu rekið
skólana og kosið yrði í þau til 4 ára. Allt annað má leggja niður ekki bara titil borgarendurskoðanda
að nafninu til.
Embætti borgarendurskoðanda lagt niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.