12.4.2009 | 17:51
Skýrir húsaleigudíla Eyktar við ríki og borg
Það kemur ekki á óvart að Kaupþing er að launa kálfinum og Eykt þakkar fyrir húsaleigutekjur frá framsóknarríki og borg.Þá er þetta ekki mikill kostnaður fyrir verktaka sem fær margt fleira í staðinn.Breytt
deiliskipulag ASAP við Höfðatorg , á kostnað íbúa í Samtúni, Miðtúni og Hátúni, samt fær Framsóknarflokkurinn greitt ( sic ).Svikalaust er hér greitt lítið fyrir mikla og góða þjónustu sem almenningur var óafvitandi að greiða.
Framsókn opnar bókhaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að sjá að Framsókn og samfylking ákveða loks fara sömu leið og Sjálfstæðisflokkurinn og opna bókhald sitt.
ggr, 12.4.2009 kl. 18:08
Voru ekki Framsóknarmenn búnir að segja að styrkir til þeirra hafi verið yfir 30 miljónir?
Valsól (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:09
ggr, þú ert ekki einu sinni svara verður komandi frá flokki sem þáði mútur.
Valsól (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:10
Rólegur Valsól... þetta er allt að skýrast, Sjálfstæðisflokkurinn fer að verða skátaflokkur miðaða við hina flokkana :)
Stefán Óli Sæbjörnsson, 12.4.2009 kl. 18:16
þetta er dapurlegt "lýðræði" -
Mussolini sagði að fasisminn væri hjónaband ríkis og stórfyrirtækja (corporate).
Lýðræðið á að vera fólksins, ekki hagsmunaaðila, ætti að banna öll afskipti fyrirtækja af stjórnmálum.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:16
Sammála Gullvagni, tel raunar að banna ætti sveitarstjórnarmönnum að sitja á Alþingi og að bjóða sig fram til Alþingis fyrr en að minnsta kosti fjögur ár eru liðin frá setu þeirra í sveitarstjórn. Gleymdi að geta þess að Nýsir fékk líka mikið hjá
Framsókn.
Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:21
Já og BNT er m.a. í eigu föður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Benedikts og Einars Sveinssona. Þetta er semsagt s.k. helmingaskiptafélag feðra formanns Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:41
Góður punktur Einar...
TARA, 12.4.2009 kl. 18:51
Nú skilur maður þetta betur með turninn skelfilega,sem er mesta skipulagsslys í gjörvallri sögu Reykjavíkur. Og allir fengu þeir nokkuð fyrir sinn snúð ! En hvað í ósköpunum er þetta BNT ?
Eiður (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 21:06
Ég er sammála Gullvagni um að það á að banna fyrirtækjum að styrkja flokka. Flokkar eiga að vera fjármagnaðir af félagsgjöldum flokksmanna, tombólum og annari heiðarlegri fjárörflun.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 21:25
Varðandi að banna fyrirtækjum að styrkja flokka:
Þeir Leppur og Skreppur geta hjálpað til við að koma greiðslum til flokka svo blátt bann myndi e.t.v. skila einhverjum árangri en tryggingin er engin fyrr en þeir eru skyldugir til að birta reikninga sýna (með sundurliðun tekna).
Sem dæmi má nefna að það eru sett lög á aðila sem safna fjármagni hjá grunlausu fólki og verja því í góðan málstað. Þau hétu lög um opinberar fjársafnanir síðast þegar ég vissi. Nú setja þingmenn/flokksmenn svona lög um aðra en pukra síðan sjálfir með framlög.
Annað með opinberu styrkina til þeirra. Þeir ættu að vera skilyrtir og háðir því að bókhaldið sé birt. Þetta eru ekki greiðslur úr vasa skattborgara til að reka hvaða klúbb sem er, heldur starfsemi sem gagnast lýðræðinu.
Þeir hafa greinilega snúið þessu alveg á haus.
Árni Valur (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.