Skuldakóngur fær framgang í starfi.

Einn af aðalhluthöfum Samfylkingarinnar hverfur nú úr ''starfi'' í Innanríkisráðuneytinu þar sem hann hefur verið í '' sérverkefnum'' á kostnað skattgreiðenda. Lúðvík á glæstan feril að baki við að skuldsetja Hafnarfjörð og er einn harðasti fyglismaður þess að ríkið tryggi tilvist þessa óþarfa milliliðastjórnsýslustigs sem sveitarfélögin eru. Var lengi og er sjálfsagt áhrifamikill innan samtaka sveitarstjóradólga á Íslandi sem í daglegu tali eru nefnd Samtök sveitarfélaga á Íslandi.

Helstu mál hans á þingi verða örugglega falin í því að fá ríkissjóð til að afskrifa ábyrgðarlausa skuldasöfnun sveitarfélaganna og eða fá ríkið til að leggja meiri pening til sveitarfélaganna bæði beint og óbeint.Þau munu kannski fá heimild til að rukka fólk sem gengur um göturnar eða heimild til að leggja á sérstakan söluskatt til bjargar sveitarstjórunum. Hann mun réttlæta þetta með vísan í handritið sem segir að sveitarfélögin annist svo mikla þjónustu við íbúana og að við getum ekki lifað án sveitarstjóradólganna.
Hann mun fá til liðs við sig alla sveitarstjóradólga í landinu sem fengið hafa framgang í starfi til Alþingis. Þá munu starfsmenn Innanríkisráðuneytisins bakka hann upp því án sveitarfélaga ekkert Innanríkisráðuneyti.
Koma Lúðvíks til Alþingis á eftir að tefja það eitthvað að sveitarfélögin verði lögð niður og á það eftir að reynast Íslandi dýrt í einhver ár enn því þar er spillingin mest og ábyrgðarleysið best.


mbl.is Lúðvík tekur sæti á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband