13.8.2011 | 19:40
Félagslega aðstoðin í landinu.
Félagsleg aðstoð á Íslandi einskorðast við banka og sparisjóði og auðvitað Þorstein Þorsteinsson félagsmálastjóra ríkisins. Þessi frétt greinir okkur frá því að ''S ''trákarnir í bankaleiknum á Dalvík fá 725 milljónir í '' félagslega'' aðstoð. Þessi upphæð samsvarar framlaginu til félagsþjónustu í Reykjavík í tæpt ár eða framlagi í atvinnuleysistryggingasjóð í tæpt ár m.v. 8% atvinnuleysi í öll þau ár. Þetta eru því engar smá upphæðir sem fara í að halda uppi sparisjóðsvelferð á Dalvík. Í þessum strákabanka stunda 10 manns vinnu og 10 sitja í stjórn. Starfsfólk hans er þó að mestu leyti konur en einn strákur fær að leika sparisjóðsstjóra og strákar eru í meirihluta í stjórninni. Slík meðferð á almannasjóðum á auðvitað að vera refsiverð og það sem meira er þá er þessum peningum hent úr ríkissjóði sk. heimild í lögum um óútfyllta tékka til handa bönkum og sparisjóðum við hrun íslenska fjármálakerfisins.
Þetta ráðslag er til skammar. Það sama gildir auðvitað um aðra strákasparisjóði s.s. Spkef og Mýramannasparisjóðinn.
Ekki víst með aðra sparisjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.