Sýslumenn um mannréttindabrot.

Sýslumannsembættin eru auðvitað steingervingar úr grárri fortíð og hafa í raun með höndum mikilvægustu brotin á mannréttindum í landinu. Innheimtu á fasteignasköttum, brunatryggingum og ökutækjatryggingum og innheimtu á skuldabréfum með aðfaraheimild án NOKKURAR AÐKOMU DÓMSTÓLA.  Sýslumenn sjá um að redda þessari innheimtu eftir óskum kröfuhafa skv. ákvörðun kröfuhafanna sjálfra. Þannig svipta þeir fólk eignum sínum og heimilum ef tryggingafélagið ákveður að brunatryggingin sé í skuld, þá ákveða kröfuhafarnir sjálfir hve skuldin sé há og dómstólar koma þar hvergi nærri og engar varnir komast þar að. Þetta er svona '' fín'' handrukkun fyrir lögmenn án þess að þeir sjálfir komi nokkuð nærri. Sýslumenn sjá um málið. Eina innheimta sýslumanna þar sem dómstólar koma nærri er innheimta til fullnustu á kröfum sem dómstólar hafa dæmt. Það er líka eina starf Sýslumanna sem stenst mannréttindi. Það er því sjálfgert að leggja embættin niður enda aðkoma þeirra aðeins til málamynda og í raun aðeins til að gefa handrukkun '' löglegt'' yfirbragð. Svona '' opinber'' '' handrukkun'' í þágu örfárra starfsgreina tíðkast hvergi í Evrópu með þessum hætti enda er hún bönnuð skv. mannréttindasáttmála Evrópu en á rætur hér til þess tíma þegar ríkisvaldið var hér opinberlega aðeins tvískipt. Eftir standa embætti þar sem kröfuhafinn er dómari en sýslumaðurinn framkvæmir innheimtu á dómkröfunni með atbeina lögreglu. Það er vont að sjá að samkvæmt frumvarpi hins '' mannréttindasinnaða'' innanríkisráðherra skuli þau ekki verða aflögð né verksviði þeirra á nokkurn hátt breytt. Áfram verða því íslendingar í fararbroddi þegar kemur að mannréttindabrotum í Evrópu.
mbl.is Sameinast 1. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband