Borgarstofnun eða eiturlyfjasala ?

Það var gott framtak hjá Ólafi F. Magnússyni að stuðla að uppbyggingu þessara húsa en hins vegar verður leigan örugglega yfirgengilega há m.a. vegna hárra fasteignaskatta í miðbænum. Háir eru skattarnir en rýmin eru hinsvegar gömul og erfið í rekstri, ekki hægt að koma vörum inn nema forfæra þær og skáskjóta þeim inn. Þá eru bílastæðamál öll í ólestri en núverandi kerfi um gjaldskyldu byggir á hugsunarleysi og von um að hafa tekjur af stæðunum og skapa um leið vinnu fyrir heilu eftirlitsflokkana. Ekkert er verið að hugsa um að gera verslun aðgengilega þegar kemur að bílastæðamálum en þeir einu sem leita að bílastæðum og þurfa að borga,  eru þeir sem eiga erindi að versla á daginn og nemendur í framhaldsskólum. Núverandi gjaldtaka var byggð upp með þessum hætti svo einn borgarfulltrúi sem kvartaði, vegna þess hann gat ekki lagt fyrir utan húsdyr heima hjá sér- gæti það þegar hann kæmi fyr heim á daginn. Var því ákveðið að taka göturnar af íbúunum en leyfa þeim að kaupa íbúakort í staðinn en leggja gjaldskyldu um allt.

Þeir einir sem þurfa að versla þurfa að borga í stöðumælana. Starfsmenn ríkis og borgar leggja frítt á kostnað okkar skattborgaranna. Starsfmenn hinna ríkisstyrktu banka gera það líka og starfsmenn Alþingis. Stöðumælakerfið er byggt upp á turnum ( sem borgin hefur reist  án þess að sækja um leyfi ) og dýru miðakerfi. Flestir smábæir í Evrópu og Ameríku byggja á gjaldfrelsi og takmörkunum á gæðum og þannig er umferðinni stýrt og bílastæðanotkun takmörkuð með klukkum til að hleypa sem flestum að til að versla og nota þjónustuna í miðbænum. 

Öll verslun í miðbænum er að hverfa en sem dæmi má nefna þá eru aðeins tvær verslanir eftir í kvosinni. Allt annað eru opinberar stofnanir á vegum ríkis og borgar eða barir og veitingahús. Það sama er að segja um Laugaveginn en þar hafa venjulegar verslanir flestar horfið en rýmin fyllst af brennivínssölu eða ferðamannabúðir sem leigja húsnæði í verktakabið.  Ástæðan er verktakavæðingin, himinháir fasteignaskattar ( dýr leiga) og bílastæðavitleysan. Því miður er ekki grundvöllur fyrir verslun í þessum húsum því netið á eftir að taka yfir venjulega smásölu einfaldlega vegna verðs en borgaryfirvöld hafa bara ofsótt verslunarrekstur í miðbænum og það kemur fram í verði og fækkun á verslunum. Eina verslunargatan sem eftir er í gamla bænum er Skólavörðustígurinn. Samt er hann fjandsamlegur verslunareigendum en t.d. er hvergi hægt að ferma eða afferma þar nema að loka götunni. M.a. vegna svo kallaðra '' eins og í Kaupmannahöfn staura '' og komi snjór þá lokast gatan strax.

Ég spái því að þarna verði til húsa verslunarsviðasetur Reykjavíkurborgar með 14 verkefnastjóra og 5 framkvæmdastjóra og tvo í afgreiðslunni eða búð sem selur lögleg eiturlyf.


mbl.is Nýuppgerð hús til leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband