Brandari hjá Besta og Versta.

Meirhluti Besta og eins af Verstu flokkunum hefur ákveðið að skipa nefnd til að slá ryki í augu kjósenda. Hún að yfirfara stjórnkerfið og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og nú kemur brandarinn '' með sama hætti og gert var af rannsóknarnefnd Alþingis''. Rannsóknarnefnd Alþingis var EKKI  falið að ''yfirfara stjórnkerfið'' svona eins og það væri bara allt í lagi. Niðurstaða Rannsóknarnefndarinnar var að allt væri morandi í spillingu og vanhæfi innan stjórnsýslunnar og eftirlitsstofnana. Rannsóknarnefndin átti að kanna hvað olli hruni og aðdraganda þess. Með sama hætti ætti að skipa nefnd sem kannar hrunReykjavíkur og aðdraga þess en sveitarfélagið stendur sig ekki í neinu nema skattheimtu og skuldsetningu. Þar eru vina og kunningjaráðningar regla en ekki undantekning.

Þessi nefnd á hinsvegar að vera svona kattarþvottanefnd til að sanna að allt sé í lagi.

Læt mér detta í hug að einhverjir Birgirbirnir hjá Borginni verði skipaðir í nefndina. Miklu auðveldara og eðlilegra væri að óska eftir lögreglurannsókn og borga bara lögreglunni fyrir, eða kalla til efnahagsbrotadeildina. Auðvitað ætti að vera eftirlit með sveitarstjóradólgunum í Reykjavík en eina eftirlitið hefur verið Umboðsmaður Alþingis. Öruggast væri samt að leggja niður sveitarfélögin enda algjör tímaskekkja.


mbl.is Úttekt á stjórnsýslu borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband